Icesave of dýru verði keypt!

Ég er sammála Sigurði Líndal og hef alltaf haldið því fram að það hefði átt að reyna dómstólaleiðina. Að mínu mati er verið að þvinga okkur til að ganga að þessum samningum sem eins konar loforð eða aðgöngumiða inn í Evrópusambandið. Þetta er alltof dýru verði keypt. Við erum búin að selja okkur í bak og fyrir fyrir eitthvað sem ég tel að nýtist okkur ekki eins og Samfylkingin vill vera láta og hefur dásamað til hægri og vinstri. Stærri þjóðir eins og Frakkland, Þýskaland og Bretland hagnast kannski eitthvað á því að vera í þessu sambandi enda eru þær með mikla framleiðslu í iðnaði sem við höfum ekki. Ég vona að þessir samningar verða ekki samþykktir ef svo fer, hvað þá? Verður okkur stillt upp að vegg?
mbl.is Icesave málið fari fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Við erum ekki að kaupa Icesave.. við erum að reyna að standa við hluta þeirra skuldbindinga sem við höfum undirritað... Það er miklu nær að spyrja.... hvað þýðir það ef við skrifum ekki undir icesave??.... það er stóra spurningin.. við vitum nokk svarið við hinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.6.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það sem ég á við með að selja okkur er að við göngum að samkomulagi um greiðslur sem eru okkur ofviða til að greiða fyrir inngöngu Íslands í ESB. Það átti að reyna dómstólaleiðina.

Sigurlaug B. Gröndal, 23.6.2009 kl. 15:13

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Get ekki annað en verið þér hjartanlega sammála Silla mín það á að láta á hana reina annars verður engin friður með þetta mál. Ég hef haft lítið álit á ESB og ekki skilið hvað við höfum þangað að sækja og verð að segja það að eftir þessi vinarhót og þennan samningsvilja þá skil ég það enn ver.

Rafn Gíslason, 23.6.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 5646

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband