Umhugsunarvert fyrir okkur íslendinga.

Þetta myndi líklega ekki þykja neitt sérstaklega margir yfirvinnutímar á íslenskan mælikvarða. Mér er minnistætt þegar ég vann hjá einu stærsta stéttarfélagi landsins og var að yfirfara vinnuskýrslur nokkurra félagsmanna á heilbrigðisstofnunum með tilliti til hvíldartíma. Mikil mannekla var á þessum tíma og mikið um vaktir sem þurfti að dekka með aukavinnu annarra starfsmanna. Ég var að sjá fjölda aukavakta frá 12 vöktum og allt upp í 15 vaktir á mánuði fyrir utan fullt starf viðkomandi starfsmanna sem þýðir að meðaltali  14 x 8  = 112 yfirvinnutímar. Það hefur löngum þótt eðlilegt hér að vinna mikla aukavinnu. Í byggingarvinnu var kváð ef einhver sagðist vinna bara 8 tímana!!! Er ekki alveg nóg að vinna 8 klst. vinnudag með tilliti til heilsu, vinnuafkasta, heimilislífs og almennt með tilliti til þess að geta átt eitthvað annað líf en vinnuna! Jú, líklega, en fjárhagslega mjög erfitt fyrir marga. En hvers virði er öll aukavinnan? Hún er lítils virði þegar heilsan er farin og hvað þá að þegar fólk fellur frá öllu sínu í blóma lífsins? Þetta er umhugsunarvert.
mbl.is Vann of mikið og lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála hér hefur tíðkast mikil yfirvinna og allof mikil vinna, sem bitnar á heimilum og börnum.  Þetta er nú víst úr sögunni að mestu í dag sem betur fer.  En svona var þetta bara.  Og það kom ekki af góðu að það lagðist af.  Ein góð hlið á kreppunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 5647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband