Bandaríska heilbrigðiskerfið í hnotskurn!

Þetta er ekkert óalgengt í Bandaríkjunum að efnaminna fólk sem ekki hefur efni á sjúkratryggingum endi í gröfinni fyrir aldur fram eftir langar þjáningar. Vonandi tekst Obama að koma á almennu heilbrigðiskerfi sem allir njóta ekki bara þeir sem hafa efni á því.

Ég vona að við eigum aldrei eftir að sjá slíkt gerast hér. 


mbl.is Sat í átta mánuði í stól þar til hann dó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara alröng túlkun á þessu kerfi og ef Obama kemur sínum hryllingi í gegn þá versnar kerfið til muna. Þessi maður hefði fengið fulla þjónustu ef hann hefði hafst strax samband við sjúkrahús. Það eru ýmis vandamál við Bandaríksa kerfið eða kerfin öllu heldur en það er langt um betra en það sem við höfum hér og betra en aðrar vestrænar þjóðir hafa.

Landið (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Ólafur Kjaran Árnason

Hvað er svona hryllilegt við tillögur Obama? Að allir fái læknisaðstoð, óháð stöðu þeirra í samfélaginu?

Það er ekki rétt hjá þér að þessi maður hefði fengið fulla þjónustu ef hann hefði strax haft samband við sjúkrahús. Af hverju segirðu það? Þetta var blásnauður almúgamaður sem hafði ekki ráð á sjúkratryggingu - einn af þeim fjölmörgu sem heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum hjálpar ekki.

Kerfið í Bandaríkjunum eins og það er í dag er hryllilegt afsprengi kapítalismans, það hyglir þeim sem eiga peningana en skilur restina eftir í skítnum. Tillögur Obama eru augljóslega skref í rétta átt.

Ólafur Kjaran Árnason, 21.11.2009 kl. 16:45

3 identicon

Þetta er rangt hjá þér Ólafur. Sjúkrahúsum ber skylda að taka við öllum sjúklingum og sjá til þess að fólk fái lágmarks þjónustu. Kerfið í USA er betra en annars staðar vegna þess að lækning á flestum sjúkdómum er hærri en í flestum löndum. Þá er allur lyfjaiðnaður heims greiddur af bandaríksa markaðnum þar sem flest þróun lyfja fer í gegnum hann þar sem hann er frjálsari en annar staðar. Tryggingar eru ódýrar og ekki nema 3 prósent Bandaríkjamanna hefur ekki efni á tryggingu. Þrátt fyrir það eru reknar meira en 2000 heilbrigðisstofnanir fyrir eingöngu góðgerðafé og einkasjúkrahús hérna eyða meiru í meðferðir og aðgerðir fyrir þá sem ekki hafa tryggingu en öll Norðurlönd til saman eyða í sín kerfi.

Verði hryllingurinn sem Obama er að reyna að koma á að veruleika mun tryggingakerfið, sem er ekki fullkomið, riðlast mjög og hækka tryggingar hjá þeim sem eru með þær fyrir. Kostnaðurinn mun einnig nema það gífurlega miklu að ekki er hægt að greiða fyrir þetta nema hækka skatta verulega eða draga verulega úr launum lækna og annara í heilbrigðistéttinni. Tillögurnar munu draga kerfið niður og vissulega gera það "jafnara" en verra.

Landið (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 06:53

4 Smámynd: Ólafur Kjaran Árnason

Fyrir hvern eru þessar breytingar á heilbrigðiskerfinu svona slæmar? Þær eru eflaust slæmar fyrir tryggingafyrirtækin, sem hafa lengi malað gull með því að misnota hið stórgallaða kerfið, og einnig fyrir efnameira fólk í Bandaríkjunum, sem lifir í vellystingum á meðan fátæklingar lepja dauðann úr skel, en þurfa nú að borga hærri skatta til þess að létta undir með þessum fátæklingum (eða eigum við kannski að kalla þá aumingja?). Í dag eru 31 milljón Bandaríkjamanna sem ekki er með heilbrigðistryggingu, sem eru eitthvað um 9%, er breytingin slæm fyrir þá? Að sjálfsögðu ekki. En skiptir þetta fólk einhverju máli? Þú mátt svara því.

Eins og þú segir, er líklega nauðsynlegt að hækka skatta í Bandaríkjunum ef heilbrigðisfrumvar Demókrata nær í gegn. En hvað er svona hræðilegt við það? Nú þegar við stöndum í rjúkandi rústum frjálshyggjunnar verðum við að læra af reynslunni - við megum ekki gera sömu mistök aftur. Frjálshyggjan er hrunin og nú þarf að leita nýrra leiða.

Ólafur Kjaran Árnason, 22.11.2009 kl. 12:05

5 Smámynd: Hannes

Landið ég mæli með að þú farir á næstu video leigu og leigir þér Sicko með Michael Moore. Í henni fer hann yfir heilbrigðiskerfið og talar við fólk sem hefur verið neitað að fá tryggingar eða tryggingafélagið hefur neitað llum aðgerðum enda fá starfsmenn bónusa fyrir að neita fólki um aðgerð.

Það er líka viðtal við fólk sem fékk nóg af því að vinna í bransanum og talar um það hvernig hann er.

Það misti einn maður 2 fingur í slysi í Bandaríkjunum. Það kostaði 12.000þús eða 60.000dali að setja þá á. Hvað ætli margir Barndaríkjamenn eigi 72.000dali?

Kerfið er fínt í Bandaríkjunum ef þú átt það mikinn pening að þú hefur efni á öllum þínum aðgerðum sjálfur.

Hannes, 22.11.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband