Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þetta er gullið okkar!

Til hamingju með áfangann! Þetta er gullið okkar, ein af okkar dýrmætustu auðlindum sem við eigum. Vatnið okkar góða þurfum við að gæta vel og forðast það að það nái að mengast á nokkurn hátt. Sögur herma að þegar sýnishorn var tekið úr þessum lindum, sem Jón Ólafsson  og fyrirtæki hans Icelandic Glacial eru að taka vatn úr og var sent út til skoðunar, var tilkynnt að ekki hefði átt að senda mehöndlað eða hreinsað vatn. Svo hreint reyndist vatnið vera úr lindunum. Ég segi eins og góður leikari sagði forðum "Ég sel það ekki dýrara en ég stal því". Þetta kemur ekki á óvart. Markaðssetning á íslensku vatni hefur verið erfið, en með breyttum tíma, áherslum á ómengað vatn, lífræna ræktun og meiri þekkingu hefur Jóni tekist þetta.
mbl.is Íslenska vatnið sigraði í alþjóðlegri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum að standa okkur betur-nú er lag!

Ég er hrædd um að við verðum að gera betur í þessum efnum. Við erum ekki eins vistvæn og við viljum vera láta. Við erum enn mjög aftarlega á merinni. Það er til að mynda mjög fáir hér á landi sem jarðgera lífrænan úrgang heimilanna en nokkrir skólar og leikskólar hafa gert þetta um árabil af myndarbrag. Það þarf að gera átak í þessum málum sem og í flokkun á sorpi og endurvinnslu. Hverfisgámar þurfa að vera aðgengilegri og gefa fólki fleiri möguleika á að flokka í grenndargámum en þar hafa nánast einungi gámar fyrir pappír og fernur. Grænu tunnurnar eru skref í rétta átt, en það er fleira sem þarf að flokka. Ekkert sveitarfélag jarðgerir lífrænan úrgang frá heimilum og stofnunum svo ég viti til. Ég er að gera mér vonir um að Sveitarfélagið Ölfus verði fyrsta sveitarfélagið sem gerir það. Það væri einnig stórkostlegt að fá alla þá moltu sem myndi verða framleidd til uppgræðslu. Betra er ekki hægt að setja á sandana. Ég skora á sveitarfélagið að verða fyrsta sveitarfélagið sem jarðgerir allt frá heimilunum!


mbl.is Ekkert íslenskt sveitarfélag tilnefnt til umhverfisverðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þessu mátti búast !

Við hverju er að búast þegar fjöldi erlendra ófaglærðra verkamanna starfa sem faglærðir smiðir og koma hingað til landsins á 3ja mánaða ferðamannaleyfi og vinna hér svart?  Áður en þriðji mánuðurinn er liðinn fer hópurinn út og annar kemur í staðinn.  Það hefur vitnast að þetta sé stundað og hausnum hefur verið stungið ofan í sandinn vegna ástandsins. Skortur á faglærðum iðnaðarmönnum hefur orsakað það að fjöldi ófaglærða starfa sem iðnlærðir. Eftirlit virðist heldur ekki vera í lagi víðast hvar, það sýna mál sem þessi. Fleiri slík mál eru að koma upp á yfirborðið. Svo virðist sem þenslan í byggingariðnaði hafi gert það að verkum að "menn loka öðru auganu" og leiða þetta hjá sér vegna ástandsins. Þetta er skelfilegt ástand og kemur slæmu orði á okkar fagmenntuðu iðnaðarmenn.  Þarf ekki að fara að grípa í taumana?
mbl.is Gallar í nýbyggingum alvarlegt og algengt vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband