Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Snúrubann hefur gilt á Íslandi!

Það hefur gilt snúrubann hér á Íslandi. Í mörgum fjölbýlishúsum hefur gilt sú regla að ekki megi strengja þvottasnúrur þvert yfir svalir sem er hærri en sem nemur handriði hússins. Þetta eru mjög algengar húsreglur. Ég bjó í fjölbýlishúsi í Seljahverfi í mörg ár og var þetta regla sem gilti þar í flestum fjölbýlishúsunum. Því voru konur þar sem snúrur sem voru í sömu hæð og handrið svalanna svo þvotturinn sæist ekki. Þetta gat verið erfitt þegar verið var að þurrka stærri stykki, svo sem sængurver og þess háttar.  Ég held að þetta sé í fullu gildi víða!
mbl.is Snúrubann afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Út úr skápnum" í orðsins fyllstu..........

Þetta er með þeim skemmtilegri og fuðurlegri fréttum sem maður les. Að þessi kona hafi getað búið og lifað í íbúð mannsins í heilt ár án þess að upp komist er ótrúlegt.  Að láta sér detta þetta í hug er kapítuli út af fyrir sig.  Var ekki gerð kvikmynd um mann sem hafði lifað og hrærst í flugstöðvarbyggingu í mörg ár! Þetta myndi ég kalla að koma út úr skápnum í orðsins fyllstu merkingu!
mbl.is Fann konu í skápnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppnir að sleppa!

Guðs mildi að þeir fóru ekki  af stað niður hlíðina. Á svona vinnustað sem þessum er hæglega hægt að renna af stað við svona aðstæður.  Mikið grjóthrun var í hlíðum fjallsins og björg, mörg tonn af þyngd þeyttust niður hlíðarnar.  Ekki væri ég róleg við vinnu mína á svona stað við þessar aðstæður. Blush
mbl.is Hvergi banginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hér í lagi og óskemmt.

Skjálftinn hefur virðist hafa farið mýkri höndum um Þorlákshöfn en nágrannabyggðirnar. Ég hef ekki frétt af skemmdum hér í bænum og á mínum bæ slapp allt óskemmt. Hvorki innbú né hús urðu fyrir skemmdum. Það er skelfilegt að sjá hversu miklar skemmdir hafa orðið í Hveragerði, Selfossi og Eyrarbakka. Sérstaklega Hveragerði.  Bóndinn var við vinnu uppi á Selfossi þegar skjálftinn reið af og óskar hann þess að hann eigi ekki eftir að upplifa svona aftur. Skjálftinn í bænum var barnaleikur miðað við það sem hér var að gerast.  Fleiri skemmdir eiga eftir að koma í ljós.  Í skjálftanum var hún Tinna mín alveg hrikalega lítil í sér og óróleg. Langt fram eftir kvöldi voru smærri skjálftar að koma og vissum við það rétt áður en þeir komu því Tinna tók að hlaupa um húsið  2-4 sekúndum áður en skjálftinn kom. Hún tróð sér bak við gardínur og upp í kjöltuna á mér og það er ansi mikið að fá á stökki 25 kg hund upp í fangið á sér.  Linda mín bloggvinkona leitar að kisunni sinni og hafa mörg gæludýr flúið í Hveragerði. Þau verða greyin alveg tryllt af hræðslu og flýja í burtu. Linda mín ég vona að þú finnir kisuna þína heila á húfi. Það er svo skelfilegt að vita af þeim einhversstaðar.  Vonandi komast þau heil til síns heima.  Bið fólk að vera á varðbergi og kíkja eftir þeim í bílskúrum, garðskúrum, undir sólpöllum og skúmaskotum. Í hræðslukasti kúra kettir oft í hnipri undir eða bak við eitthvað og hreyfa sig ekki svo fólk verður ekki var við þá strax.  Vonandi koma ekki fleiri svona í bráð. Errm

Ouch...................

Gáta!  Hvað er brúnt og svífur um allt?......................................Það er líklega ekki sænsk kjötbolla. Ég myndi ekki vilja vinna við þessar aðstæður. Pípari óskast í hvelli!!!!Sick


mbl.is Pípara vantar út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skall á mig eitt ár í viðbót!

Já og alltaf verður þetta bara skemmtilegra og skemmtilegra. Frábær dagur í gær. Hélt upp á afmælið mitt (ekki samt stórafmæli). Við komum saman, krakkarnir, systurnar, mamma, makar og vinir yfir "hjemmelaved" bakkelsi að hætti fjölskyldunnar.  Ég fékk alveg geggjaða gjöf frá bóndanum og börnunum (ég verð bara að koma því að hérna) ! REIÐHJÓL! Gamall draumur rættist. Ég hef ekki átt reiðhjól sem er í lagi í áratugi. Ég var alltaf á hjóli hér í den, og hef mjög gaman af því að hjóla. Nú rættist þessi langþráði draumur og nú fer sú gamla af stað! Þetta er eldrautt 21s gíra hjól með dempurum og ölluGrin! Hjólið var prófað í gær og ég verð að segja að ég var nú aðeins stirð svona í fyrstu en svo kom þetta. Nú er að koma sér í gamla gírinn og hjóla. Ég bý svo vel að bærinn minn er mjög hjólreiðavænn, góðir stígar og allt flatt! Þetta gæti orðið fyrirmyndar "hjólabær" Þorlákshöfn.  Eigið góðan dag!Wink

Hérna kemur mynd af  gripnum!!!

08_EXPLORER2_RD


Ævintýralandið - Sandskeið og svifflugið

Þetta er  bara alveg frábært! Í mínum huga og minningum var þessi staður algert ævintýraland. Við yngri systikinin ólumst upp við það að farið var iðulega þegar vel viðraði yfir sumartímann upp á Sandskeið. Pabbi var í Svifflugfélaginu ásamt mörgum öðrum sem mættu þarna hvern góðviðrisdaginn sem kom til að fljúga eða til að vinna og dytta að. Þarna voru þessar fjölskyldur meira eða minna að bardúsa í kringum svifflugið. Þarna fór mikið hugsjónastarf fram og uppbygging. Það var oft á vorin sem við krakkarnir fengum það hlutverk að aðstoða við að sópa skýlin. Mamma og fleiri konur úr félaginu, Þóra, Elsa, Anna og fleiri komu og þrifu skálann út að dyrum. Þær komu oft með bakkelsi að heiman eða slógu í pönnukökur handa mannskapnum. Þarna var Gísli Sigurðsson, sem nú er látinn, en hann sá um viðgerðir og viðhald auk þess að vera á "spilinu". Þarna mættu nánast allar helgar, Þórmundur Sigurbjarnason, pabbi (Páll Gröndal), Hörður Hjálmarsson, Garðar Gíslason, Andrés Sigmundsson og fleiri. Svo voru nokkrir af yngri kynslóðinni sem voru að byrja í bransanum þá, þeir bræður, Georg og Ásgeir Bjarnasynir, báðir læknar í dag, Sigurbjarni Þórmundsson og fleiri sem ég man ekki nöfnin á.  Þetta var spennandi heimur, sérstaklega þegar verið var að keppa í langflugi. Þá var beðið við radíóið og fylgst með hvert hver var kominn.  Með þessu fylgdi  líka Landsmót Svifflugfélags Íslands á Hellu. Þá var gist í tjöldum og heilu fjölskyldurnar voru þarna í um vikutíma.  Kom fyrir að mótin "drukknuðu" og var það helst (að mati margra) þegar fór saman Landsmót hestamanna á sama tíma. Þá var flugveður með versta móti eða alls ekkert flugveður og þá var að hafa ofan af okkur krökkunum og skaranum í blautum tjöldum. Það kom fyrir að tjöld fuku og rifnuðu. Fyrirtækið Tjaldborg á Hellu var því oft bjarvættur mótsgesta sem og Grillskálinn á Hellu sem veitti fólki skjól og afnot af snyrtingum og fleiru. Þetta voru alltaf ævintýri og þarna fór stór hópur fólks, fullorðinna og barna sem mynduðu rammann um þetta stórskemmtilega sport, svifflug.  Bróðir minn stundaði svifflugið lengi en sneri sér að vélfluggdrekum.  Enn gerast ævintýr!


mbl.is Ný flugbraut á Sandskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttamenn-hræðslan við hið óþekkta

Mér finnast viðbrögð bæjarbúa Akraness ansi harkaleg við ákvörðun um móttöku á flóttamönnunum frá Palestínu.  En því eru þau svo harkaleg? Hvaða fréttir er fólk að fá frá Palestínu? Hvaða mynd hefur fólk í huga sér um þessa þjóð og öðrum þjóðum frá þessum hluta heimsins? Stríð, ofbeldi, hryðjuverk? Hverjir hafa svo þjáðst í þessu stríði? Konur og börn.  Hvað kallar yfirleitt á svo neikvæð viðbrögð? Hræðsla! Hræðsla við hið óþekkta, við eitthvað sem fólk almennt þekkir ekki vel. Ég held að það væri mjög gott að kynna fyrir bæjarbúum menningu þessa fólks, umhverfi þess og lífi. Sjálf vinn ég þar sem bæði kennarar og nemendur eru frá fjöldamörgum ólíkum þjóðernum. Ég tel mig vera ríka að kynnast þessu fólki og eiga marga þeirra að góðum vinum.  Ég á líka góða nágranna sem koma frá öðru landi, ég á vini og tengdafólk frá löndum sem eru mjög ólík okkar landi, allt yndislegt fólk. Vanþekking er helsti óvinurinn - ekki fólkið.

Að færa

Já, við vorum að færa björg í bókstaflegri merkingu í búið. Sótt voru þessi þrjú myndarlegu björg niður á brimgarð og sett á lóðina hjá okkur á fimmtudagskvöldið. Þessir hnullungar eru alveg rosalega flottir. Þeir eru allir með eins konar syllu sem hægt er í raun að hafa sem sæti. En á þessar syllur verða sett ýmist blóm eða annað til skrauts. Ætlunin er svo að setja mitt á milli þeirra þriggja, fánstöng, svona þegar efnahagurinn leyfir slík kaup, en eitt slíkt stykki kostar bara "aðeins" 50 þúsund! Bíður betri tíma.

Steinarnir í garðinum 002 Svona líta þeir út! Ætlunin er svo að stinga upp torfið á milli þeirra og setja fjölæran gróður, blóm og runna til skrauts. Við erum að bæta við og kasta fram og til baka hugmyndum. Við hjónin erum bæði veik fyrir álfum, styttum, tjörnum og ýmsu smálegu til að setja í garðinn.  Við verðum oft að halda að okkur höndum þegar við komum í verslanir eins og , Garðheima, Blómaval og fleiri slíkar búðir. Við myndum helst vilja bara fylla bílinn og meira til af öllu mögulegu sem þar fæst til að skreyta og skipuleggja garða með.  En allt hefur sinn tíma og þetta verður að koma smátt og smátt. 

 

Hið íslenska "Stonehenge"! He, heGrin


20.000 heimsóknir - búin að blogga í ríflega ár!

Teljarinn náði 20.000  á þessum sólarhring. Ég er búin að blogga í ríflega 1 ár og átti satt að segja ekki von á því að ég myndi endast svo lengi. Ég hóf þetta blogg í hálfgerðu bríaríi. Ég hef nú ekki verið neinn marathonbloggari eins og margir eru hérna á blogginu. Tímaleysið hefur haft þar áhrif. Svo hef ég fengið brilliant hugmyndir að bloggi í vinnunni, kem svo heim úr vinnu seint og síðar meir og er þá allt fokið út í veður og vind. Svoddan går det i livet, eins og hún mútta mín segir gjarnan. Svo er bara "áfram með smérið". Takk fyrir allar heimsóknir og komment, mínir kæru bloggvinir.


Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 5652

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband