Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Aldrei borið í hús hér!

Ég bý í Þorlákshöfn og hér hefur Fréttablaðið aldrei verið borið í hús né 24 stundir nema að þú sért áskrifandi af Mogganum þá fylgir það blað með.  Hér í bænum hefur þurft að sækja það annaðhvort í matvörubúðina eða bensínstöðina. Reykvíkingar geta alveg sótt sitt blað út í búð eða sjoppun eins og við hin! KREPPUSRÁÐSTAFANIR!
mbl.is Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún á afmæli í dag........hún á afmæli í dag.......

Jebbs, hún Búbba mín er 27 ára í dag. Elsku dúllan mín, besta stelpan, til hamingju með daginn.

 einu_sinni_var_hun_svona_3ja_ara.jpg

 

 

 

Einu sinni var hún svona, bara að verða 2ja ára, kát og hress hnáta, alger prakkari.

 nu_er_hun_svona_algjor_skvisa.jpg

 

 

 

Nú er mín svona...alger skvísa.Hress og kát og er enn mikill prakkari.

 

Vertu alltaf hress í huga........sami prakkarinn.........kærleiksrík og umvefjandi.......yndisleg og hugmyndarík....haltu áfram að vera þú sjálf. Hún er overmasterinn á síðunni minni.

 

Knús og kossar frá mömmu og öllu "ranamoskinu" heima. GrinHeart

 


Þetta var flott!

Ég sá ekki alla útsendingu af móttöku handboltaliðsins en sá aðeins upphaf og svo af móttöku forseta Íslands og orðuveitinguna. Mér fannst það flott hjá forseta okkar Ólafi Ragnari að sæma þá Fálkaorðunni. Þetta er þvílíkt afrek að komast þetta og fyrir svona lítið land að skáka stórþjóðum aftur fyrir sig í handboltanum. Þetta var einstakt og verður lengi í minnum haft. Þetta eru flottir strákar og er ég viss um að Ólafur Stefánsson, sá öðlingur eigi stærsta þáttinn í sigri þeirra af öðrum ólöstuðum. Til hamingju strákar og velkomnir heim!!Grin
mbl.is Orðuveiting á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grimmd mannsins eru engin takmörk sett.

Það er hrikalegt hve mannskepnan getur verið grimm og það við sína nánustu. Vesalings fólkið, hvernig mun því svo vegna. Hvað verður um það? Nær það sér nokkurn tíma eftir svona meðferð.
mbl.is Fangelsaði þroskaheft börn sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jah, hérna!

Þeir eru ansi roggnir með sig Svíarnir að fullyrða þetta. Ég hef oft komið til Svíþjóðar og verið einnig í Noregi og Danmörku. Þessu er ég nú ekki sammála. Svíarnir eru fastir í gallatískunni ennþá  og karlar jafnt ungir sem á miðjum aldri fastir í "sítt að aftan" og oft síðu hári niður á axlir, sem mér finnst ekki snyrtilegt og ákaflega hallærislegt.  Danir finnast mér alltaf dálítið sjúskaðir. Þeir eru oft í krumpuðum bómullarfatnaði og karlar ekkert sérstaklega eyða miklum tíma í að láta klippa sig og að raka sig reglulega, full liberal eða þannig. Norðmenn að mínu mati koma okkur næst í snyrtmennsku (get ekkert sagt um Finnana, hef ekki komið þangað). Íslendingar eru að mínu mati hvað snyrtilegastir. Við leggjum mikið upp úr því að vera "í tískunni". Konur er yfirleitt vel klipptar og snyrtar, karlar sömuleiðis.  Við erum dugleg að "dress okkur upp" þegar við förum út í leikhús, út að borða eða annað þar sem fólk er að koma saman.  Samt held ég að máltækið "Hverjum þykir sinn fugl fagur, þótt hann sé bæði lúsugur og magur" eigi við hér.
mbl.is Svíar telja sig snyrtilegasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldardæmi um fótaskort á tungunni...........

Ég varð að henda þessu inn en ég fékk þetta sent í tölvupósti í dag. Svona getur útkomin orðið þegar fólki verður "fótaskortur á tungunni" eða er í ætt "Bibbu á Brávallagötunni".

Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis........
· Þessi peysa er mjög lauslát......................
· Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi......(Geri aðrir betur....)
· Hann sló tvær flugur í sama höfuðið............
· ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg......
· Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér........
· Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm......
· Hann sat bara eftir með súrt eplið.................
· Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna.....
· Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast......
· Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti....
· Þar stóð hundurinn í kúnni...
· Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
· Svo handflettir maður rjúpurnar...
· Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna.....
· Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi.
· Betur sjá eyru en auga
· Ég er alveg stein vöknuð!(eftir að hafa verið stein sofandi)
· Það er ég sem ríð rækjum hér(að ráða ríkjum)
· Ég er búinn að vera andvana í alla nótt
· Róm var ekki reist á hverjum degi!( Sagði maður á Selfossi)
· Vinsamlegast beinhreinsið vínberin (í jólauppskrift)
· Lærin lengast sem lifa (maður lærir svo lengi sem maður lifir)
- Hann varð að setja í minni pokann fyrir hinum

 Snilld!!!!!

 

 

 


Tónleikar á morgun!

Á morgun, sunnudaginn 24. ágúst verður útvarpsmessa í Hallgrímskirkju þar sem Kór Þjóðkirkjunnar (félagar úr ýmsum kórum víðsvegar af landinu) tæplega 100 manns syngja. Einnig verður kórinn með tónleika í kirkjunni kl. 17:00 á morgun. Um er að ræða lið í Kórastefnu Kirkjunnar 2008 á vegum söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar og biskupi Íslands. Þarna verða fluttar 2 sálmakantötur eftir Bach, Kantada no: 4 "Christ lag in Todes Banden" og Kantada no 80 "Ein feste Burg ist unser Gott". Einnig verður frumflutningur á verki eftir Mist Þorkelsdóttur. Við erum nokkrir félagar úr Kór Þorlákskirkju sem erum á Kórastefnunni og þvílík stemmning sem það er að syngja með hljómsveit og hátt í 100 manna kór!!!!!.  Búið er að æfa af kappi frá fimmtudagskvöldinu og allan föstudaginn en hlé var gert á æfingu í gær meðan handboltaleikurinn var í hádeginu í gær. Það var horft á leikinn á kirkjuloftinu í Langholtskirkju og var stemmningin þvílík að ég hélt að þakið ætlaði að lyftast af safnaðarheimilinu. Síðan var æft í morgun og æfing aftur í fyrramálið. Þetta er flottur hópur, æðislega gaman og útverpsmessan í fyrramálið verður með úrvalssöng og tónlistarflutningi. Vona að sem flestir hlusti. Tónleikarnir hefjast síðan kl. 17:00 í Hallgrímskirkju. Ég hvet alla til að mæta!! Læt fylgja hér með tvær myndir frá æfingunni með hljómsveitinni í morgun.
Kor 016

 

 

 

 

 

 

Kórinn, aðeins að slaka á milli kafla á æfingu í morgun í Hallgrímskirkju.

 

Kor 015

 

 

 

 

 

Hljómsveitin á æfingu, undir stjórn Jóns Stefánssonar en hann og Hörður Áskelsson stjórna sín hvorri Kantödunni.

 

Hluti kórsins flytur "Sálmafossa" á Menningarnótt til 22:00 í kvöld ásamt ýmsum organistum.  Fullt að gerast og æðislega gaman. Allir á tónleika á morgun!

 

 


Ruslafötur sem ropa og grenja............

Í Hollandi er stór skemmtigarður sem heitir Efteling. Þanga fórum við með börnin þegar þau voru lítil. Þarna voru stórskemmtilegar ruslafötur sem voru í líki stórra froska, álfa og púka og ein var eins og risastór smákrakki sem grét  þessi lifandis ósköp. Með því að "gefa" froskunum rusl að borða, ropuðu þeir í kjölfarið, álfarnir þökkuðu fyrir sig og smákrakkinn hætti að gráta og hjalaði lengi vel á eftir. Það var ekki að spyrja að því að krakkar sem þarna voru reyndu sem þau gátu að týna allt rusl og henda í næstu fötu til að athuga hvað gerðist. Fyrir vikið var garðurinn alltaf hreinn og fínn. Þetta var hluti af ævintýraheim garðsins. Það væri sniðugt að setja svona fötur upp í Fjölskyldu og húsdýragarðinum, sem og kannski í fleiri almenningsgarða. Wink
mbl.is Talandi ruslafötur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta nú ekki einum of?

Hvað haldið þið að margir komi að versla skólavörur um miðja nótt? Þetta finnst mér einum of langt gengið. Verslanir eru komnar í svo harða samkeppni að reynt er að hafa opnunartíma þeirra sem allra lengstan, sama hvað. Hverju hefur þetta svo skilað sér? Ofkeyrðum starfsmönnum sem eiga sér varla einkalíf um helgar, hlutfallslega lægri launum, hærra vöruverði  og þjónustan hefur ekkert batnað. Í allflestum dagvöruverslunum eru starfsmenn á kössum kornungir einstaklingar sem eru að reyna að gera sitt besta. Það er næsta víst að laun þeirra eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Launasetning hjá verslunarfólki fer að nálgast það að vera eins og í vaktavinnu á stofnunum. Ekki er lengur greidd yfirvinna um helgar eins og var heldur er þessi vinnutími orðinn hlutin af dagvinnunni með álagi ofan á sem er mun lægra en yfirvinnuhlutfallið. Ég held að tími sé kominn að skrúfa þetta aðeins til baka. Þess má geta að hjá hinum norðurlöndunum er opnunartími verslana ekki í líkingu við það sem gerist hér. Í Bergen til að mynda eru engir stórmarkaðir opnir á sunnudögum og hvað þá fram eftir kvöldum og að hámarki til kl. 18:00 á laugardögum.  Það er enginn þörf  á að hafa verslanir hér með þennan langa opnunartíma. Þess má geta í leiðinni að fólksfjöldi í  Bergen er álíka mikill og á öllu landinu hér en fjöldi verslana hér er margfalt meiri en þar.  Frídagur verslunarmanna hefur snúist upp í andhverfu sína. Það er yfirleitt verslunarfólk sem vinnur hvað mest á þeim degi! Er það í lagi? Álagið er aldrei meira en þá hjá þessum starfshópi, þó all flestar verslanir séu með lokað í Reykjavík á þessum degi er ekki sömu sögu að segja um afgreiðslufólk í söluturnum og veitingahúsum sem og sumum matvörumörkuðum. Er ekki eitthvað skakkt við þetta?
mbl.is Skóladót allan sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóun að fjármunum borgarinn!!!! Nú á að kjósa!!!

Jæja, nú bætist enn einn borgarstjórinn við á launaskrá. Ég held að nú sé mælirinn fullur hjá borgarbúum. Þeir eiga heimtingu á að kosið verði að nýju. Það þarf að breyta núverandi lögum til að heimila nýjar kosningar. Þetta er búið að vera þvílík endavitleysa að það hálfa væri nóg. Þarna eru menn að halda í eitthvað sem gengur aldrei upp. Skítnum er sópað undir teppið og ríghaldið í galið fyrirkomulag. Nú á að kjósa!!!

Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband