Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ósmekklegasta auglýsing sem ég hef séð!

Í þessari auglýsingu fara Samtök iðnaðarins algerlega yfir strikið! Þarna eru konur, að mínu mati, almennt niðurlægðar og lítið gert úr stétt lækna og heilbrigðisstarfsmanna. Það er stór munur á því hvort um er að ræða heilbrigðisstarfsfólk eða fagmenntaða iðnaðarmenn þegar stillt er upp svona auglýsingu. Það hefði mátt setja inn stétt starfsmanna sem heyrir undir iðngreinar. Heilbrigðisstarfsfólk heyrir ekki undir iðnað. Fæðingarlæknar, ljósmæður eiga fulla heimtingu á afsökunarbeiðni svo og allar konur hér á landi.
mbl.is Fæðingarlæknar krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti nokkuð að eiga við klaufir Lífar?

Þetta var dapur endir á stuttu lífi þessa hreindýrskálfs. Ég velti því fyrir mér hvort nokkuð hefði átt að eiga við klaufirnar á henni.  Hún hefur orðið það skelfd við það að hvítvöðvasýki virðist hafa gosið upp við þessa hræðslu.  Kannski hefði verið hægt að leyfa henni að hlaupa villtri þegar nær dró sumri sem hefði gert það að verkum að klaufirnar  hefðu slitnað meira eða heimilisfólkið tekið hana með sér í útreiðatúra til að slípa þær frekar til við meiri hlaup við misjafnar aðstæður. Hver veit?


mbl.is Dagar Lífar taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknaði við skjálftann.

Við hjónin vöknuðum við skjálftann og fylgdi honum mikill hávaði og svo kom snarpt högg. Við búum í Þorlákshöfn. Tinna, hundurinn okkar er mjög næm fyrir skjálfta og er mjög hrædd þegar svo er. Hún varð svo hrædd að hún skreið uppí og hjúfraði sig upp að okkur. Hún var nú ekki alveg til í að sleppa mér í vinnuna í morgun og settist ofan á fæturna á mér meðan ég borðaði morgunmat. Hef ekki heyrt hvernig var í Hveragerði. Vonandi hefur allt verið í lagi þar.
mbl.is Snarpur jarðskjálfti í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá!!!!

Þetta er alveg ótrúlegt! Ég held að þessi keppandi sé sú sem mest hefur komið á óvart. Var ekki fyrir tveimur árum sorphreinsunarmaður sem allri héldur að væri eitthvað smáskrítin,  sem kom sá og sigraði með sínum söng? Þessi kona hefur ótrúlega rödd. Það verður gaman að fylgjast með henni. 

 

 


mbl.is Hæfileikar leynast víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvímælalaust eign ríkisins.

Að mínu mati eru þessi listaverk eign þjóðarinnar eða ríkisins. Þau "fylgdu" eignum bankanna til einkaaðila án þess að gert hafi verið um það formleg kaup eða ráðstafanir m.ö.o. gleymdust og því tel ég að þau eigi að fylgja til baka til ríkisins eftir yfirtöku bankanna.
mbl.is Gersemar og drasl í söfnum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfþóf hjá Sjálfstæðismönnum

Nú eru Sjálfstæðismenn komnir í "gírinn" með málþófi og töfum. Þetta eru þeir búnir að stunda grimmt meðan þeir hafa í stjórnarandstöðu. Þeir treysta engum nema sjálfum sér og allra síst þjóðinni. Atli Gísla var flottur í Kastljósinu í gærkvöldi. Ég held  að Sjálfstæðismenn verða að stilla sig og fara að vera málefnalegir.
mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband