Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Til hamingju Ásdís með þennan sigur.

Það gleður mig að þetta mál hafi farið alla leið fyrir dómstóla og dæmt Ásdísi í vil. Það er alltof oft sem þolandi ber skarðan hlut í slíkum málum. Einelti er dauðans alvara og á ekki að líðast en þetta hefði aldrei verið hægt nema fyrir það að 2004 kom ný reglugerð sem heyrir undir lögin um "Aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum". Í þessari reglugerð eru settar skyldur á atvinnurekanda um að koma í veg fyrir að einelti viðgangist á vinnustað, skyldur um úrræði og bótaskylda ef ekkert er gert. Einnig er sett sú skylda á samstarfsmenn um að tilkynna grun um einelti og eru allir gerðir ábyrgir sem þýðir að ENGINN GETUR SKOARST UNDAN ÞVÍ AÐ TAKA Á MÁLUM!  Ég er stolt af því að þú, Ásdís, skyldir koma fram fyrir alþjóð  í viðtalinu á sínum tíma til að greina frá þeirri skelfilegu stöðu sem þú varst í. Þú varst ótrúlega sterk. Ég vona að þetta alvarlega dæmi verði til þess að tekið verði fastari tökum á þessum málum. Þarna var reglugerðin að virka.
mbl.is Fær miskabætur vegna eineltis á vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave of dýru verði keypt!

Ég er sammála Sigurði Líndal og hef alltaf haldið því fram að það hefði átt að reyna dómstólaleiðina. Að mínu mati er verið að þvinga okkur til að ganga að þessum samningum sem eins konar loforð eða aðgöngumiða inn í Evrópusambandið. Þetta er alltof dýru verði keypt. Við erum búin að selja okkur í bak og fyrir fyrir eitthvað sem ég tel að nýtist okkur ekki eins og Samfylkingin vill vera láta og hefur dásamað til hægri og vinstri. Stærri þjóðir eins og Frakkland, Þýskaland og Bretland hagnast kannski eitthvað á því að vera í þessu sambandi enda eru þær með mikla framleiðslu í iðnaði sem við höfum ekki. Ég vona að þessir samningar verða ekki samþykktir ef svo fer, hvað þá? Verður okkur stillt upp að vegg?
mbl.is Icesave málið fari fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökum hægar-spörum eldsneytið!

Nú hefur orðið gífurleg hækkun á bensíni og olíu. Við stöndum frammi fyrir miklum þrengingum í þjóðfélaginu og erum við rétt að sjá toppinn á ísjakanum.

Við eigum eftir að sjá hækkanir á fleiri neysluvörum fyrir heimilin. Hversu sárt sem það er þá verður ekki komist hjá því, þjóðfélagið er nánast gjaldþrota. 

Við getum þó aðeins haft áhrif á okkar eigið neyslumynstur til að draga saman og gæta sparnaðar. 

Eitt dæmi um slíkt er ökuhraði. Ég gerði smá tilraun sjálf á eigin akstri, en ég ek rúmlega 100 km á dag til og frá vinnu. Umferðarhraðinn á þessari leið er iðulega 105 til 115 km hraði sem er vel fyrir ofan lögleg hraðatakmörk. Í mikilli umferð er ákveðinn þrýstingur af öðrum ökumönnum, bæði stórra og lítilla ökutækja um að aka hraðar. Fram úr mér hafa farið stórir flutningabílar þó ég hafi sjálf verið á um 100 km hraða. 

Við það að aka á 105 -110 km hraða eykst bensíneyðsla allt að 1 lítra á hverja 100 km miðað við að aka á 90-95 km hraða. Við það að aka á löglegum hraða spara ég í hverjum mánuði ríflega 3.800 krónur sem á ársgrundvelli eru rúmlega 46.000 krónur. Til að ég eigi eftir ríflega 3.800 krónur til að eyða eftir skatta og gjöld, þarf ég að vinna mér inn um 6.300 krónur og það þýðir á ári 75.600 krónur!!! Það munar um minna. 

Ökum hægar, ökum á jöfnum hraða. Forðumst spyrnur og óþarfa hraðaaukningu á stuttum vegaköflum. Við spörum stórar upphæðir með því, auk þess að stunda öruggari akstur. Gefum okkur bara aðeins meiri tíma. Aksturinn verður afslappaðri og líkur á slysum minnkar. 

 


Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband