Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Við hverju búast menn?

Áhrif framboðs og eftirspurnar gilda þarna líka! Það er búið að byggja alltof mikið síðustu árin, bæði af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Það er lítil sem engin eftirspurn eftir hrunið og í raun óráðsrýja að hafa farið út í allar þessar byggingar. Í þessu litla land með lítinn markað, hverjir áttu að búa í öllu þessu húsnæði og hvaða ótal fyrirtæki áttu að kaupa allt þetta atvinnuhúsnæði. Ég hef á tilfinningunni að þarna hafi verið búið til, tilbúin þörf á húsnæði til að viðhalda óeðlilegum byggingarmarkaði. Þenslu! Það sá hver almennur borgari að þetta var reikningsdæmi sem ekki gekk upp. Allt þetta húsnæði sem nú stendur autt mun ekki seljast nema á niðursettu verði. Offramboð á nýjum bílum leiddi til þess að þeir voru fluttir út aftur, en húsnæði flyst ekki neitt! Það er ekki annað í stöðunni en að selja það á undirverði eða að það verði eyðileggingunni að bráð með tíð og tíma. Menn verða að sætta sig við það að markaðslögmálin er enn í fullu gildi!!!
mbl.is Grundarblokkin getur valdið verðfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár - hvað ber nýtt ár í skauti sér?

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla árið, kæru bloggvinir. Það hefur ekki farið mikið fyrir bloggi hjá  mér síðustu mánuði. Það hefur verið frekar knappur tími til þess. Nú er þessu stormasama ári í þjóðfélaginu á enda og nýtt er hafið. Hvað það mun bera í skauti sér er alls óvitað.

Í mínum huga um hver áramót er hvert nýtt ár eins og óskrifað blað, "blað" sem gefur fyrirheit um betri tíma, tækifæri og ævintýri. Hvað kemur til með að standa á blaðinu í árslok er mikið undir okkur komið. Við höfum það í okkar höndum að nýta okkur tækifærin, tileinka okkur nýja þekkingu, njóta tímans með vinum og ættingjum og gera hverja stund að stund gleði og fyllingar í lífinu. Stundum tekst okkur þetta og stundum ekki. Við gleymum okkur oft í amstri hversdagsins og gleymum að vera til. Gleymum að gleðjast yfir því litla og njóta samvistanna. Hver stund er innlegg inn í framtíðina.  

Hverju getum við stjórnað? Engu nema augnablikinu. Við breytum ekki fortíðinni, hún er farin og kemur ekki aftur. Við ráðum ekki framtíðinni. Hún er ókomin, en við getum lagt inn til framtíðarinnar með því sem við gerum og segjum í þessu augnabliki sem við höfum stjórn á.  

Það er von mín að ástandið í þjóðfélaginu taki breytingum og fari að taka rétta stefnu á þessu ári sem nú er hafið.

Árið er enn óskrifað blað, gætum þess að eitthvað gott komist á blaðið, eitthvað vitrænt og gefandi, eitthvað sem markar spor inn í framtíðina. Vöndum "skriftina". 

Góðar stundir. 


Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband