Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Einelti er dauðans alvara og fer oft leynt

Þetta er hræðileg frétt. Einelti er mun algengara en fólk heldur og fer oft leynt. Einstaklingurinn er brotinn smátt og smátt niður. Þeir sem leggja í einelti geta farið mjög leynt með það og "leikið heilt leikrit" fyrir framan fólk sem lætur blekkjast. Þolandi sem reynir að kvarta er ekki tekinn trúanlegur. Grimmdin í eineltinu er hræðileg. Einelt á vinnustöðum er sá þáttur eineltis sem hefur mjög mismunandi birtingarmyndir. Því miður er það alltof algengt að ekki sé ekkert gert í því, þolanda er ekki trúað, gert lítið úr kvörtunum hans og enda með því þolandi segir upp störfum og fer og eineltið heldur áfram, gerandi finnur sér annað fórnarlamb.

Það bera allir ábyrgð á einelti, líka þeir sem horfa á!!! Sjá reglugerð nr. 1000 frá 2. desember 2004 sem til heyrir lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en þar segir í 6. grein:

6. gr.

Tilkynningaskylda starfsmanns.

Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaðurinn vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til.

Í sömu reglugerð er kveðið á um skyldur atvinnurekenda að koma í veg fyrir einelti, bregðast við einelti og láta fara fram áhættumat.

EINELTI ER Á ALLRA ÁBYRGÐ!

 


mbl.is Barn lést í kjölfar eineltis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Þetta kemur ekki á óvart (sá eldra blogg). Eldra fólk vill eiga fyrir sinni útför og ef eitthvað kemur uppá. Neikvæðir vextir, fjármagnstekjur og skerðing á lífeyri er ekki til þess fallið að vera hvetjandi til sparnaðar á bankabókum. Ég tel að það þurfi að setja þurfi einhverskonar þak á inneignum, þannig að fólk fái óáreitt að eiga, þó ekki nema sé fyrir útförinni á bók! Mér finnst freklega vegið að eldri borgurum sem margir eru búnir að nurla saman einhverjum krónum á bók. Ég er ekki að tala um þá sem eiga fleiri, fleiri milljónir á bók eða jafnvel tugi, heldur þann hóp sem hefur verið að spara saman í gegnum árin til þess eins að eiga þennan varasjóð.
mbl.is Með peninga í bankahólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið!!!!

Velferðarþjóðfélag, velferðarstjórn hvað!!!! Ég held að það megi alveg jarða þessa ríkisstjórn eins og hún leggur sig. Nóg er komið!! Enn skal sauma að barnafólki, öryrkjum, öldruðum og velferðarkerfinu. Ekki á að hækka bætur þótt allt annað hækki. Draga á úr starfsemi allra sjúkrahúsa á landsbyggðinni, sem þýðir ekkert annað en uppsagnir. Það er hrein skömm að þessu. Í mínum huga hefur merkingin að vera vinstri manneskja og að vera félagshyggjumanneskja fengið allt aðra meiningu með þessari ríkisstjórn. Velferðarkerfið er að hruni komið og fokið í flest skjól. Fólk bíður í biðröðum eftir mat til að þreyja fram í næstu viku eða vikur. Fólk er að missa húsnæði sitt. Bankar eru ekki viljugir að semja við hinn almenna borgara en á meðan horfa þeir á niðurfellingar skulda hjá efnaðri mönnum, útrásarvíkingum sem komu okkur á kaldan klakann. Það á enginn að vera hissa á viðbrögðum fólks við þingsetninguna í dag. Ég er í raun hissa að ekki skuli meira hafa gengið á. Fólk er komið með upp í kok! Það verður fróðlegt að vita hvernig næstu kjarasamningaviðræður ganga, en flest allir kjarasamningar eru lausir í nóvember. Hvað verður þá? Verður ekki bara ullað á verkafólk og hinn almenna launamann eins og endra nær. Aukin skattbyrgði, lækkun barnabóta og þá hrikalegi samdráttur sem framundan er, er ég ansi hrædd um að sé skv. tilskipunum eða "ráðleggingum" frá AGS. Ég hef grun að að það hreðjarak sem þessi stofnun hefur á efnahagskerfi þjóðarinnar verði til þess að það ríði okkar velferðarkerfi að fullu. Það er dýru verði keypt. Ég held að þessum ráðamönnum hafi verið nær að hlusta betur á orð Lilju Mósesdóttur og fleiri. Þessi ríkisstjórn hefur líka eitt óhemju tíma í ESB drauma, en þeir koma ekki til með að bjarga þessari þjóð á næstunni, hvað sem menn vilja halda fram.

Nú er mál að linni!!!!


Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband