Ástandið á Laugaveginum - lítið umferð

Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis 15. apríl er talað um bága stöðu á Laugaveginum. Rætt er þar við Gunnar Guðjónsson sjóntækjafræðing hjá Gleraugnamiðstöðinni. Ég er honum sammála í mörgu með ástandið þar. Verslun er orðin alltof einsleit og mikið af fyrirtækjum gefast upp. Ég átti leið um Laugaveginn í fyrradag ásamt eiginmanni, systur og mág sem búa í Bandaríkjunum. Við fórum inn í í galleríið á Laugavegi 67 og ræddum þar við einn af rekstraraðilunum ásamt því að skoða list. Að sögn þessarar listakonu hafa m.a. hvert galleríið á fætur öðru gefist upp þar vegna svimandi hárrar húsaleigu. Hún tók sem dæmi galleríið "Listafléttan" sem er á mótum Laugavegar og Bankastrætis, en að hennar sögn eru þeir um það bil að fara að loka eftir einungis 1 árs veru þar, en húsaleiga pr. mánuð er kr. 700.000,-! Það segir sig  sjálft að það stendur engin verslun undir slíkri leigu. Ég held að uppsprengt leiga eigi stóran þátt í því að verslanir gefast upp. Verslun á Laugaveginum er lítið spennandi, einsleit og léleg. Það eru komin alltof mörg hótel á þessum þrönga "bletti" og enn er verið að bæta í. "Túsistabúllur" hafa risið um allt og það er mín reynsla á ferðum mínum í útlöndum að ég forðast slíkar búðir eins og heitan eldinn. Þær innihalda allar sama varninginn á uppsprengdu verði. Ég tel að þarna þurfi að gera átak í að laða að fyrirtæki með fjölbreytta verslun og það gerist bara með lækkandi húsaleigu. Þetta er ömurlegt að sjá, hvernig komið er fyrir Laugaveginum.

Ósammála "Sleggjunni" .

Það er eitt sem við verðum að fara að huga varðandi  flutningi á matvælum milli heimsálfa eru umhverfisáhrifin sem það veldur. Sú vegalengd sem verið er að flytja matvæli á milli svo langt skilja eftir sig mikla mengun í formi brennslu á olíu. Að mínu mati þurfa þjóðir heims að fara að huga meira að sjálfbærni í eigin matvælaframleiðslu. Við höfum ekki endalausa olíulindir og orku og sú mengun sem hlýst af er að skila sér í breyttu veðurfari, bráðnun jökla, breytingu á loftstraumum sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Við verðum að hugsa út fyrir rammann! Alheimurinn er "ein fósturjörð" allra jarðarbarna og okkur bera að skila henni af okkur í sem bestu ástandi. Við eigum líka að leggja áherslu á lífræna ræktun og framleiðslu á hvers kyns matvælum, auka kornrækt, því þar liggur okkar auður. Að framleiða hreina afurð er ekki sjálfgefið. Sjálf legg ég mikla áherslu á það í mínum búskap að kaupa helst íslenska framleiðslu. Með því sköpum við atvinnu, ekki veitir af! ÍSLENSKT-JÁ TAKK!
mbl.is Asnaskapur er þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhuggulegt! Hvað veldur?

Þetta eru óhugglegar fréttir, að nýfæddu barni er fleygt út um gluggan í þeim tilgangi að bana því. Hvað veldur? Samkvæmt fréttinni er þetta heldur ekki einsdæmi. Þarna eru tekin fram fleiri tilvik sem hafa átt sér stað í Þýskalandi. Ég var sjálf á ferð í haust í þessu sama hverfi, Charlottenburg, sem þykir eitt af betri hverfunum í Berlín. Reyndar í þessari ferð frétti ég að það væri allt annað en auðvelt að fara út á vinnumarkaðinn þegar komin væru börn og einstæðar mæður ættu afar erfitt uppdráttar. Þykir ekki fjölskylduvænt umhverfi, enda hefur fæðingartíðni í Þýskalandi dregist mjög saman síðustu árin og er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Atvinnuleysistölur eru háar. Skyldi það vera ástæðan? Hver sem hún er, þá er þetta skelfilegt og á ekki að gerast í nútíma þjóðfélagi. Þetta er barnaútburður nútímans! Þetta er svo skelfilegt og mér finnst að í nútíma þjóðfélagi eigi þetta ekki að geta átt sér stað.
mbl.is Nýfæddu barni kastað út um glugga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarþjóðfélag - Hvað!!!

Ef rétt reynist að stjórnvöld ætli að aldurstengja örorkulífeyri finnst mér fokið í flest skjól. Örorkulífeyrir í dag er sú upphæð sem enginn getur lifað á. Endar ná engan veginn saman hjá lífeyrisþegum. Annað sem þarf að taka til gagngerrar athugunar er að þegar sá er hefur verið á örorkulífeyri frá TR nær 67 ára aldri og fer á ellilífeyri, snarlækkar lífeyrinn! Hvað breytist í lífi fólks frá því að vera 66 ára og svo 67 ára? Þarf að eitthvað minna til að lifa á? Ef eitthvað er, eykst til að mynda læknis og lyfjakostnaður eftir því sem við eldumst. Að sjálfsögðu á fólk að hafa sömu tekjur þegar það fer af örorkilífeyri yfir á ellilífeyri.
mbl.is Breyta aldurstengdri örorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta getur ekki verið í lagi!

Það vekur óhug að sífelldir jarðskjálftar fylgi þessari niðurdælingu. Þetta getur ekki verið í lagi. Hvað hefur svona tilraunastarfsemi í för með sér til langframa. Ég hrökk upp við jarðskjálftann hér í Þorlákshöfn og ég finn til með Hvergerðingum sem enn eru ekki búnir að jafna sig eftir Suðurlandsskjálftann. Það má líka gera ráð fyrir því að sífelldir sjálftar hljóta að hafa áhrif á húsbyggingar til lengdar. Þegar húsnæði skelfur og titrar reglulega. Þetta hlýtur að skemma út frá sér. Ég held að það þurfi að taka þetta alvarlega til athugunar.

Hér þarf að breyta löggjöfinni!

Langtíma atvinnuleysi og félagsleg einangrun er með því versta sem til er.  Þeir erlendu ríkisborgarar sem lent hafa í atvinnuleysi hér lenda hvað verst í þessari einangrun vegna þeirrar lagagreinar sem kemur í veg fyrir að þeir fái íslenskan ríkisborgararétt hafi þeir fengið aðstoð frá hinu opinbera við framfærslu. Ástandið hér í atvinnumálum er eitthvað sem þeir geta ekki ráðið við og atvinnuleysið og lág framfærsla setu þá í miklu verri gildru en okkur íslendinga. Ég tel nauðsynlegt að fram fari endurskoðun á þessum lögum með tilliti til þeirra aðstæðan sem nú eru í þjóðfélaginu svo heimilt sé að gera undanþágu vegna þeirra.

Félagsleg einangrun eykur aðeins vandann og ófyrirséð er um afleiðingar þeirra til langframa. Við eigum að hætta að spara aurinn og kasta krónunni og meta langtímaáhrif eins og hægt er.


mbl.is Einangrast vegna atvinnuleysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarstjórn hvað? Þið ættuð að skammast ykkar!!!

Hún tala fjálglegar þessi ríkisstjórn um vinstri velferðarstjórn, norræna velferðarkerfið, sem í raun hefur aldrei komið hér á sambærilegan hátt og hjá hinum norðurlöndunum. Það hlýtur að vera hægt að skera niður annarsstaðar í kerfinu en þarna!!! Fjöldi mikið fatlaðra  barna þurfa nauðsynlega á þessari þjónustu að halda og þetta er hluti af stuðningsneti við forelda sem eiga mikið fötluð börn. Þarna er ráðist á garðann þar sem hann er hvað lægstur.

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mótmæla þessum niðurskurði og gera þá kröfu að þetta verði dregið til baka. 


mbl.is Ætla að hætta að greiða Heimahjúkrun barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðháskóli er málið!!!

Ég tel löngu orðið tímabært að stofna hér Lýðháskóla að norrænni fyrirmynd, sem væri opinn öllum ungmennum á norðurlöndunum. Sonur minn varð þess aðnjótandi að fara í slíkan skóla í Noregi, sem reyndist honum afar gott vegarnesti út í lífið. Núpur er vel sveit settur og Vestfirði hafa margt upp á að bjóða. Ég hvet menntamálaráðherra að skoða þann kost að koma á fót Lýðháskóla sem fyrst. Það eru mörg ungmenni hér á landi sem vildu gjarnan vilja eiga það val að komast í slíkan skóla. Þema skólans gæti verið fiskveiðar og verkun, útivist, tónlist, leiklist og fleira og fleira.

Vona ég að, að þessu verði.


mbl.is Sölu frestað á húseignum að Núpi í Dýrafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegur leikur-lenti sjálf í slíkum geisla á Suðurlandsvegi

Að beina leisergeisla í myrkri á farartæki eins og þarna gerðist er stórhættulegur leikur. Það hefur færst í aukana að leikið er sér að því að beina því út í myrkrið, jafnvel úr öðrum faratækjum.

Ég lenti í því fyrir fáeinum dögum á Suðurlandsvegi rétt ofan við Geitháls á leið heim úr vinnu í myrkri að grænum leisergeisla er beint í gegnum framrúðu á jeppa sem ók fyrir aftan mig, en geislinn lenti í baksýnisspeglinum hjá mér. Þetta var mjög truflandi og truflaði akstur. Viðkomandi lék sér að því að beina geislunum síðan í hliðarspegla bílsins. Síðan var geislanum beint út í móa, svo eftir akstursstefnu að bílum sem á móti komu. Síðan gaf bílstjórinn í og ók á ofsahraða fram úr mér og áfram upp Lögbergsbrekkuna. Ég held að þeir sem stunda þetta ættu að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir gera þetta og ef um börn eða unglinga er að ræða þá eiga foreldrar að stöðva slíkt strax og gera þeim grein fyrir hættunni sem af þessu getur hlotist.


mbl.is Geisli truflaði flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti er dauðans alvara og fer oft leynt

Þetta er hræðileg frétt. Einelti er mun algengara en fólk heldur og fer oft leynt. Einstaklingurinn er brotinn smátt og smátt niður. Þeir sem leggja í einelti geta farið mjög leynt með það og "leikið heilt leikrit" fyrir framan fólk sem lætur blekkjast. Þolandi sem reynir að kvarta er ekki tekinn trúanlegur. Grimmdin í eineltinu er hræðileg. Einelt á vinnustöðum er sá þáttur eineltis sem hefur mjög mismunandi birtingarmyndir. Því miður er það alltof algengt að ekki sé ekkert gert í því, þolanda er ekki trúað, gert lítið úr kvörtunum hans og enda með því þolandi segir upp störfum og fer og eineltið heldur áfram, gerandi finnur sér annað fórnarlamb.

Það bera allir ábyrgð á einelti, líka þeir sem horfa á!!! Sjá reglugerð nr. 1000 frá 2. desember 2004 sem til heyrir lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en þar segir í 6. grein:

6. gr.

Tilkynningaskylda starfsmanns.

Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaðurinn vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til.

Í sömu reglugerð er kveðið á um skyldur atvinnurekenda að koma í veg fyrir einelti, bregðast við einelti og láta fara fram áhættumat.

EINELTI ER Á ALLRA ÁBYRGÐ!

 


mbl.is Barn lést í kjölfar eineltis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband