Þurfum ekki á þessu að halda í kreppunni!

Skemmdarfýsn hjá fólki er farin að gana ansi langt. Þó fólk sé reitt og hafi á hornum sér lífið og tilveruna þá gengur það alltof langt að eyðileggja fyrir fyrirtækjum og einstaklingum. Það er ekki hlaupið að því að fá varahluti til landsins í þeim gjaldeyrishöftum sem nú ríkja og það er hart að hengja alltaf bakara fyrir smið eins og máltækið segir. Þetta er ekkert sniðugt! Ég hef heyrt af vinnuvélaeiganda sem það tók nokkrar vikur að fá varahlut í annars nokkuð nýlega vinnuvél. Á meðan töfðust verk og annað sem lá fyrir. Þetta er dýrt spaug!
mbl.is Miklar skemmdir unnar á vinnuvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur blettur á íslensku þjóðfélagi.

Þau meðferðarheimili sem hafa verið rekin hér og nefnd í þessari frétt er svartur blettur á íslensku þjóðfélagi, þjóðfélagi sem hefur alltaf talið sig vera betra en önnur og tileinka sér alltaf það nýjasta. Það eru margir sem hafa farið illa út úr dvöl á slíkum stofnunum og einnig hafa gjörðir barnaverndarnefnda ekki verið til að hjálpa til. Það er mín von að dreginn verði lærdómur af þessu og að ALDREI það komi til að barn lendi í aðstæðum sem þessum. Við erum alltof fljót að loka augunum fyrir staðreyndum.

Í nútímaþjóðfélagi yppir fólk, því miður enn öxlum sem verður vitni af því ofbeldi sem einelti er. Ég hvet fólk til að sýna ábyrgð og láta vita er það verður vitni einhverju slíku.

Ég vil minna á það að samkvæmt reglugerð no. 1000 frá 2004 við lög no46. frá 1980 um að búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er kveðið á um ábyrgð atvinnurekenda í að uppræta og koma í veg fyrir einelti í fyrirtæki sínu. Ábyrgð starfsmanna að láta gera viðvart gruni þá um að einelti fari fram á vinnustaðnum. Í reglugerðinni er einnig refsiákvæði sé ekki farið eftir lögum. Í 6. grein reglugerðarinnar segir: Tilkynningaskylda starfsmanns. Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaður vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir. (Tilvitnun lýkur).  Einelti fellur undir Vinnueftirlitið og er hægt að nálgast eyðublöð til að leggja fram formlega kvörtun til Vinnueftirlitsins á vefsíðu þess. Sérstakur starfshópur hjá Vinnueftirlitinu tekur á eineltismálum. Einelti meðal fullorðinna á vinnustöðum er miklu algengara en fólk vill viðurkenna og er það sum staðar algjört "tabú", sérstaklega þegar gerandi er yfirmaður starfsmanns. Alltof oft gefst starfsmaðurinn upp og segir upp.  Þolandi á ekki að þurfa að flýja aðstæður. Samstarfsmenn verða að sýna meiri ábyrgð og stöðva ferlið. 

Hvet ykkur til að kynna ykkur þessa reglugerð og skoða vef Vinnueftirlitsins. 


mbl.is Svört skýrsla um vistheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefið ykkur meiri tíma og hafið lengra bil á milli!!!!!

Ég er ein af þeim sem sit í umferðarsultunni á morgnana. Það er óþolandi hvað fólk er gjörsamlega að tapa sér í stressi og er í rassgatinu á næsta bíl! Það eru daglega einhverjir pústrar og umferðaróhöpp sem auka enn á tafir. Það er ekki í lagi að vera allt upp undir 20 mínútur að aka frá mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar fyrir neðan Hálsahverfið og niður í að  Faxafeni. Vaknið fyrr á morgnana, takið ykkur tíma, akið með fullri meðvitund og í jafnvægi, hafið lengra bil á milli bíla og gerið ráð fyrir töfum í ferðatíma og sýnið tillitssemi!!!!
mbl.is Sjö bíla árekstur á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgardagur íslensku þjóðarinnar.

Það er sorglegt að þetta frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave samningnum skulu hafa verið samþykkt. Verst þykir mér að lesa það að 13 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafði einna hæst um þetta frumvarp skulu hafa setið hjá. Gátu þeir ekki verið meiri menn og greitt atkvæði á móti miðað þær umræður sem hafa farið fram? Að mínu mati er búið að setja hengingarólina endanlega utan um háls þjóðarinnar og hins almenna borgara. Svei!!!
mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkjandi tölur

Þessar tölur segja okkur ekki neitt um ástandið á vinnumarkaðnum. Margir hafa verið að flytja úr landi. Námsmenn eru að hefja nám aftur í haust að loknu sumri. Skólaliðar og ræstingafólk í skólum hafa verið á atvinnuleysibótum margir hverjir vegna síendurtekinna tímbundinna ráðninga grunnskólanna. Það er vonandi að ástandi skáni í raun en ekkert bendir til þess að svo verði.
mbl.is Atvinnuleysi mælist 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plastpokaflóðið hér

Ég held að þetta sé nokkuð sem við þurfum að huga að hér á landi. Plastpokaflóðið sem hér er, er gríðarlegt. Umbúðir utan af matvælum t.d. ávöxtum úr kæliborðum og svo innkaupapokarnir.  Það væri miklu umhverfisvænna að nota bréfpoka (eins og var þegar ég var krakki) úr endurunnum pappír sem síðan er aftur hægt að endurvinna eða brjóta niður í náttúrunni. Bæði Krónan og Bónus hafa verið með stórar og góðar innkaupatuðrur til sölu fyrir lítinn pening sem  má nota aftur og aftur. Burt með plastið og upp með innkaupatuðrur og bréfpoka!
mbl.is Dregið úr notkun plastpoka í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Róbert og Frank!

Ég vil nú óska mínum gömlu vinum og félögum úr Seljahverfinu til hamingju með þennan stórkostlega áfanga. Það eru ekki mörg fjölskyldufyrirtækin af gamla skólanum sem enn standa uppi og það með glæsibrag eins og þetta fyrirtæki. Róbert var ekki hár í loftinu þegar hann var að aðstoða í búðinni og finnst mér stórkostlegt að hann skuli hafa komist í þennan virta skóla í Sviss og hafa svo útskrifast þaðan með láði. Til hamingju feðgar með þennan merka áfanga. Gangi ykkur allt í haginn.
mbl.is Í takt við tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti einkasparibaukur landsins?

Í mínum eyrum hljómar þessi frétt eins og þeir hafi verið að nota bankann sem sinn einkasparibauk til að taka út peninga og fjárfesta til hægri og vinstri. Hvar er siðferðið? Hvernig er þetta hægt? Svo lendir það á almenningi að borga brúsann! Það er komið upp svo mikið af svona "skít" að manni er farið að svelgjast á og spyr hvað næst? Ég held samt að enn sé langt í land að allt sé komið á yfirborðið. Það á eftir að taka nokkuð mörg ár að sjá heildarmyndina af þessu öllu.
mbl.is Fengu milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ásdís með þennan sigur.

Það gleður mig að þetta mál hafi farið alla leið fyrir dómstóla og dæmt Ásdísi í vil. Það er alltof oft sem þolandi ber skarðan hlut í slíkum málum. Einelti er dauðans alvara og á ekki að líðast en þetta hefði aldrei verið hægt nema fyrir það að 2004 kom ný reglugerð sem heyrir undir lögin um "Aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum". Í þessari reglugerð eru settar skyldur á atvinnurekanda um að koma í veg fyrir að einelti viðgangist á vinnustað, skyldur um úrræði og bótaskylda ef ekkert er gert. Einnig er sett sú skylda á samstarfsmenn um að tilkynna grun um einelti og eru allir gerðir ábyrgir sem þýðir að ENGINN GETUR SKOARST UNDAN ÞVÍ AÐ TAKA Á MÁLUM!  Ég er stolt af því að þú, Ásdís, skyldir koma fram fyrir alþjóð  í viðtalinu á sínum tíma til að greina frá þeirri skelfilegu stöðu sem þú varst í. Þú varst ótrúlega sterk. Ég vona að þetta alvarlega dæmi verði til þess að tekið verði fastari tökum á þessum málum. Þarna var reglugerðin að virka.
mbl.is Fær miskabætur vegna eineltis á vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave of dýru verði keypt!

Ég er sammála Sigurði Líndal og hef alltaf haldið því fram að það hefði átt að reyna dómstólaleiðina. Að mínu mati er verið að þvinga okkur til að ganga að þessum samningum sem eins konar loforð eða aðgöngumiða inn í Evrópusambandið. Þetta er alltof dýru verði keypt. Við erum búin að selja okkur í bak og fyrir fyrir eitthvað sem ég tel að nýtist okkur ekki eins og Samfylkingin vill vera láta og hefur dásamað til hægri og vinstri. Stærri þjóðir eins og Frakkland, Þýskaland og Bretland hagnast kannski eitthvað á því að vera í þessu sambandi enda eru þær með mikla framleiðslu í iðnaði sem við höfum ekki. Ég vona að þessir samningar verða ekki samþykktir ef svo fer, hvað þá? Verður okkur stillt upp að vegg?
mbl.is Icesave málið fari fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband