24.4.2007 | 09:45
Vernd og uppbygging gamalla húsa nauðsynleg!
Mér þykir sjálfsagt og nauðsynlegt að bann sé sett við niðurrif þessara rústa til að skrá söguna, en ég hefði viljað sjá einhverjar aðgerðir fyrr áður en til þessa hörmulega atburðar kom að hús með svo merka sögu brunnu til grunna. Alltof lítið hefur verið gert af því að endurbyggja gömul og sögufræg hús. Í borginnin hefur verið alltof mikið rifið niður af gömlum húsum og byggðir nútíma steinkastalar í stað þeirra. Götumyndin verður skelfileg óreiða og hörmung að sjá. Allsstaðar í borgum Evrópu gefur að líta gamlar götumyndir sem varðveittar eru. Þær gömlu byggingar sem standa eru í fullri notkun og haldið við. Hvað hefur maður ekki oft komið í verslanir á Strikinu og veitinga hús í Kaupmannahöfn eða í miðbæ Heidelberg í svo gömlum húsum að þau eru á skakk og skjön. En sjarminn , sagan er geymd í hverju viðarborði þessara húsa og ferðamenn sækjast í að heimsækja þessa staði. Hver hefur ekki komið í Hvids Vinstue í Kaupmannahöfn sem hefur að bera orginal innréttingar og innviði frá upphafi. Enginn amast við því, heldur er frekar sótt í þetta gamla umhverfi. Dræm sókn í verslanir á Laugaveginum hefur nefninlega ekkert með húsagerðina að gera eins og haldið hefur verið fram. Því staðreyndin er sú að sem dæmi um það er hið nýja hús sem byggt var í stað þess sem brann á Laugaveginum fyrir 2-3 árum stendur iðulega tómt. Fyrirtæki koma og fara og þrífast þar ekki. Ekki hafa viðskiptin hjá Guðsteini Eyjólfssyni minnkað eða P. Eyfelld eða Vínberinu þó allar þessar verslanir séu í gömlum húsum. Herrahúsið stendur alltaf fyrir sínu og fleiri verslanir eru fastar í sessi. Hárgreiðslustofan Soho er í gömlu og vinalegu húsi sem notarlegt er að koma í en það hús stendur til að rífa, því miður. Hluti af sjarma verslananna og þeirrar þjónustu sem boðin er, er umgjörðin, gömlu húsin með sálina. Ný hús, steinsteypt og köld hafa í flest öllum tilvikum ekki þessa sál! Reykjavíkurborg verður að bretta upp ermarnar og fara yfir þær byggingar sem hafa sögu að geyma, einnig þau sem hafa gildi sem hluti af gamallai götumynd og gera ráðstafanir til viðhalds og varðveislu þeirra. Nýjungagirni íslendinga er gengdarlaus. Ekkert má verða gamalt. Myndi einhver taka það í mál að Veitingahúsið Hornið myndi flytja í nýtt steinsteypt hú í miðbænum. Hvar væri "sálin" sem Hornið hefur og sjarminn þá? Ég spyr? Þessi atburður ætti að vekja okkur til umhugsunar um hvar við stöndum í varðveislu gamalla húsa og minja þeim tengdum. Vona ég að borgin taki sig á í þessu.
Bann sett við niðurrifi húsanna við Austurstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.