Vordagar á Akureyri

Ég var stödd á Akureyri 15. og 16. maí s.l. vegna fundar. Vor var í loftinu þó kalt væri. Sólin var að brjótast í gegnum skýin og snjórinn var að víkja úr fjöllunum. Ég hafði ekki komið í ein 3-4 ár þegar ég lenti þar þann 15.  Þegar við ókum meðfram Pollinum varð mér litið á húsin undir hlíðinn, samblöndu af gömlu fallegu timburhúsunum sem búið er að gera fallega upp og svo ný hús sem byggð eru í svipuðum stíl. Mér var hugsað til miðborgarinnar þar sem ægir öllu saman. Þar gefur að líta gömlu fallegu timburhúsin sem mörg hafa ekki fengið tilhlíðilega upplyftingu, ný hús sem falla engan veginn að götumyndinni.  Þarna er ólíkt farið að.  Í Grófargili er verið að byggja upp gamalt steinhús sem veitingahúsið Friðrik V stendur að.  Þetta leist mér vel á. Götumyndin hélt sér og þarna var fallegt steindhús endurbætt. Hér í borginni hefði þetta verið rifið niður og alglerjaður steinturn reistur í staðinn. Það er svo skrítið með miðborgina og nýbyggingar þar, það er eins og miðbærinn sé samansafn tilraunaverkefna úr arkitektaskóla.  Ægir öllum saman. Nú veit enginn hvað á að gera við Austurstræti 22.  Búið er að gefa þá yfirlýsingu að húsin verði endurbyggð í upprunarlegri mynd, en eftir að Björgólfur Guðmundsson hjá Landsbankanum lét í ljós þá skoðun sýna að þarna gæfist tækifæri til að byggja nýtt hús og fá breytingu á götumyndina hafi komið bakslag í fyrri yfirlýsingar.  Það er mín von að endurbyggt verði samkvæmt upprunarlegri mynd en ef svo illa vildi til að ósk mín rættist ekki vona ég að byggt sé í samræmi við það sem fyrir er. Nútíma steinkastali á ekkert heima innan um þessi gömlu hús. Það ætti að senda þá hér að sunnan norður á Akueyri á námskeið í heilstæðri götumynd. Akureyringar haldið áfram á þessari braut!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er frábært að þessi einstöku gömlu hús þarna fyrir norðan. Svo er umhverfið svo fallegt þarna.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.5.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband