Gróðursetning í vændum

Við hjónin fórum í verslunarleiðangur í dag til að kaupa runna og plöntur í garðinn okkar. Við erum að byggja upp garð frá grunni. Á síðasta sumri smíðaði bóndinn þessa flottu upphækkuðu blómakassa eða blómabeð öllu heldur og nú stendur til að gróðursetja í þau. Við brugðum okkur í Garðheima í bænum og má með sanni segja að ég hefði gjarnan viljað fylla bílinn af öllu mögulegu úr þeirri búð! Þarna voru bæði einstaklega falleg tré, runnar, blómstrandi runnar og uppáhaldið mitt "kirsuberjatré". Þarna voru gosbrunnar, styttur, fuglaböð og flott blómaker! Úffa, það var erfitt að velja. Við keyptum, himalajaeinir, rósakvist, bóndarós, skriðmispil og fleira fínerí í beðin okkar. Það  er þvílíkt rok og rigning í kvöld svo lítið verður úr verkum nú. Ég vona að morgundagurinn verði skaplegri til þeirra verka.  Byrja reyndar morguninn á að syngja við sjómannamessu.  Við pöntum sól og gott verður, takk!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband