Lýðháskóli er málið!!!

Ég tel löngu orðið tímabært að stofna hér Lýðháskóla að norrænni fyrirmynd, sem væri opinn öllum ungmennum á norðurlöndunum. Sonur minn varð þess aðnjótandi að fara í slíkan skóla í Noregi, sem reyndist honum afar gott vegarnesti út í lífið. Núpur er vel sveit settur og Vestfirði hafa margt upp á að bjóða. Ég hvet menntamálaráðherra að skoða þann kost að koma á fót Lýðháskóla sem fyrst. Það eru mörg ungmenni hér á landi sem vildu gjarnan vilja eiga það val að komast í slíkan skóla. Þema skólans gæti verið fiskveiðar og verkun, útivist, tónlist, leiklist og fleira og fleira.

Vona ég að, að þessu verði.


mbl.is Sölu frestað á húseignum að Núpi í Dýrafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl, Jón Gnarr og Egill Ólafsson voru á Núpi ásamt mjög mörgum góðu fólki

sem hefa verið þjóðinni til sóma.

Í dag liggur einn af okkar ástkjæru tónlistamaður á sjúkrahúsi eftir árás sonar síns, það hefur verið þörf fyrir Lýðháskóla lengi.

Bernharð Hjaltalín, 16.11.2010 kl. 13:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef mig misminnir ekki var stofnaður svona lýðháskóli eða norænn skóli sem var starfræktur í Hvalfirðinum. 

En það er satt það er alveg athugandi að stofna svona skóla hér.  'Eg fór í svona skóla árið 1962 til Svíþjóðar í Vimmerby, bæinn hennar Línu Langsokks, og ég veit að ég ber með mér heilmikla reynslu frá þeim árum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband