Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Ástandið á Laugaveginum - lítið umferð

Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis 15. apríl er talað um bága stöðu á Laugaveginum. Rætt er þar við Gunnar Guðjónsson sjóntækjafræðing hjá Gleraugnamiðstöðinni. Ég er honum sammála í mörgu með ástandið þar. Verslun er orðin alltof einsleit og mikið af fyrirtækjum gefast upp. Ég átti leið um Laugaveginn í fyrradag ásamt eiginmanni, systur og mág sem búa í Bandaríkjunum. Við fórum inn í í galleríið á Laugavegi 67 og ræddum þar við einn af rekstraraðilunum ásamt því að skoða list. Að sögn þessarar listakonu hafa m.a. hvert galleríið á fætur öðru gefist upp þar vegna svimandi hárrar húsaleigu. Hún tók sem dæmi galleríið "Listafléttan" sem er á mótum Laugavegar og Bankastrætis, en að hennar sögn eru þeir um það bil að fara að loka eftir einungis 1 árs veru þar, en húsaleiga pr. mánuð er kr. 700.000,-! Það segir sig  sjálft að það stendur engin verslun undir slíkri leigu. Ég held að uppsprengt leiga eigi stóran þátt í því að verslanir gefast upp. Verslun á Laugaveginum er lítið spennandi, einsleit og léleg. Það eru komin alltof mörg hótel á þessum þrönga "bletti" og enn er verið að bæta í. "Túsistabúllur" hafa risið um allt og það er mín reynsla á ferðum mínum í útlöndum að ég forðast slíkar búðir eins og heitan eldinn. Þær innihalda allar sama varninginn á uppsprengdu verði. Ég tel að þarna þurfi að gera átak í að laða að fyrirtæki með fjölbreytta verslun og það gerist bara með lækkandi húsaleigu. Þetta er ömurlegt að sjá, hvernig komið er fyrir Laugaveginum.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 5659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband