Ósammála "Sleggjunni" .

Það er eitt sem við verðum að fara að huga varðandi  flutningi á matvælum milli heimsálfa eru umhverfisáhrifin sem það veldur. Sú vegalengd sem verið er að flytja matvæli á milli svo langt skilja eftir sig mikla mengun í formi brennslu á olíu. Að mínu mati þurfa þjóðir heims að fara að huga meira að sjálfbærni í eigin matvælaframleiðslu. Við höfum ekki endalausa olíulindir og orku og sú mengun sem hlýst af er að skila sér í breyttu veðurfari, bráðnun jökla, breytingu á loftstraumum sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Við verðum að hugsa út fyrir rammann! Alheimurinn er "ein fósturjörð" allra jarðarbarna og okkur bera að skila henni af okkur í sem bestu ástandi. Við eigum líka að leggja áherslu á lífræna ræktun og framleiðslu á hvers kyns matvælum, auka kornrækt, því þar liggur okkar auður. Að framleiða hreina afurð er ekki sjálfgefið. Sjálf legg ég mikla áherslu á það í mínum búskap að kaupa helst íslenska framleiðslu. Með því sköpum við atvinnu, ekki veitir af! ÍSLENSKT-JÁ TAKK!
mbl.is Asnaskapur er þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gæti verið að tölvan þín sem þú ert að nota sé hönnuð í USA, sett saman í Kína og flutt síðan til Íslands?

Bara að spyrja.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Zunsilla, við gætum framleitt miklu meira af til dæmis grænmeti og ávöxtum hér heima og sparað mikinn peningu og verið umhverfisvænni en við erum bara með því að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda.  Einnig að afnema kvóta á búfé svo þeir anni eftirspurn eftir besta kjöti í heimi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 11:26

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég verð að segja það "Sleggja" að viðbrögð þín við athugsemd minni eru fremur barnaleg. Að sjálfsögðu munum við þurfa að flytja sérvöru á milli landa, sem við framleiðum ekki sjálf, það gefur auga leið. Um matvæli gildir annað, sér í lagi þau sem við framleiðum sjálf. Að sama skapi spyr ég: Ef hér væru framleiddar tölvur, jafn sambærilegar og erlendar, á svipuðu verði, myndirðu frekar kaupa þær, þó þú vissir að það drægi úr markaðshlutdeild okkar og líklega fækka störfum?

Sigurlaug B. Gröndal, 13.9.2012 kl. 12:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við eigum mikla möguleika á að framleiða okkar eigin fæðu, bæði kjöt, grænmeti og ávexti sem væru miklu hreinni og án óefna, ef okkur væri boðið upp á það af stjórnvöldum.  Þarna er algjörlega óplægður akur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 12:11

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurlaug.

"Ef hér væru framleiddar tölvur, jafn sambærilegar og erlendar, á svipuðu verði, myndirðu frekar kaupa þær"

Í fyrsta lagi þá er landbúnaðarvörur íslensku ekki á svipuðu verði. Landbúnaðarvörur hér eru dýrar. Mun dýrari en erlendis. Þú tekur undir það með því að segja að við hræðumst toll-afnám vegna þess að þá koma hér ódýrar vörur frá útlöndum.

Ég segi að matvæli gilda ekki önnur lögmál einsog þú segir.

Ef við mundum eyða 11milljarða á ári í tölvuhönnun og tölvuframleiðsu (sami peningur og fer í landbúnaðarkerfi) og setjum á 200% tolla á allar tölvuvörur þá væri hér til íslenskar tölvur.......   en þær mundu kosta gríðarlegan pening og stórtap fyrir samfélagið (einsog landbúnaðurinn)

Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2012 kl. 14:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur vel verið að kjöt og aðrar matvörur séu dýrari hér en annarsstaðar, en ég vil nú segja í sambandi við kjötið að þegar ég er búin að vera einn til tvo mánuði í útlöndum og kaupa inn af kjötborðum Evrópuríkja, þá er ég löngu orðin dauðleið á úrvalinu, ég verð hreint út sagt glöð að komast í kjötborðið í Samkaupum á Ísafirði og geta valið um allskonar girnilega kjötafurðir.  Það er bara einhæft og leiðigjarnt þegar til lengdar lætur. Segi nú bara það sem ég sjálf upplifi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 17:05

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ástæðan fyrir því að ég vel íslenskar vörur, hvort sem er grænmeti eða kjötafurðir, er vegna bæði gæða og það skapar atvinnu hér á landi. Ef hér væri flutt inn kjörin öll af kjöti og landbúnaðarafurðum sem væru ódýrari en þær íslensku, myndi ég samt kaupa þær íslensku, því þær skapa hér atvinnu og tekjur. Atvinnumarkaður okkar er lítill og viðkvæmur og því að grafa undan honum? Er ekki nóg atvinnuleysi nú þegar, sem ófyrirséð er hvenær kemst í jafnvægi?

Sigurlaug B. Gröndal, 14.9.2012 kl. 13:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi nákvæmlega það sama.  Íslenskt já takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2012 kl. 14:38

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

fínt að siðja íslensar vörur en landbúnaður er mjög áhagvæmur og skapar sáraltilar tekjru í ríkisbúið

þvert á moti er landbúnaðarkerfið rándýrt fyrir land og þjóð

kostar okkur 11 milljarða á ári

betra væir að nota þann pening t.d við að hjálpa fátækum

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2012 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband