Suðurlandsvegur og Þrengslin - forgangsverkefni

Er ekki komið nóg af alvarlegum slysum á þessum vegum? Hvað þurfa mörg dauðaslys að verða til að eitthvað sé að gert? Álagið á alltof þrönga vegi með miklum þungaflutningum er orðið alltof mikið. Báðir þessir vegir eru stórhættulegir. Þrengslin hafa til að mynda engar vegaxlir. Ef bifreið bilar hefur ökumaður ekkert svigrúm til að rýma veginn. Vegurinn er þröngur og slitlagið orðið eins og stagbætt flík, að auki er nánast ekkert gsm samband í Þrengslunum ef slys verða.  Slitlagið er  stóhættulegt í bleytu  og krapa. Bílar fljóta upp úr hjólförunum.  Vegurinn er mjór og miklir þungaflutningar eiga sér stað á veginum. Suðurlandsvegur er barn síns tíma og þjónar ekki lengur þeim mikla umferðarþunga sem um hann fer.  Lagfæring á þessum vegum verður að setja í forgang. Þeir eru búnir að kosta alltof mörg mannslíf! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband