25.3.2007 | 09:49
"Þjóðarskömm"
Búum við í því velferðarþjóðfélagi sem við teljum okkur gera? Nei, ég er hrædd um ekki. Í Morgunblaðinu í gær laugardag er stór grein um heimilislausa einstaklinga. Þessir einstaklingar eiga hvergi höfði sínu að halla nema í næturathvörfum, en þau hýsa eigi að síður ekki nema brot af þeim sem á því þurfa að halda. Þessir einstaklingar eru fársjúkir á sál og líkama og hrekjast um í þjóðfélaginu frá degi til dags til að komast í skjól. Konukot hefur verið rekið sem tilraunaverkefni, að mig minnir í tvö ár. Fyrir liðlega ári síðan var prófað að hafa það opið allan daginn á köldustu vetrardögunum en þeim er og hefur verið lokað að morgni og opnað aftur að kvöldi. Því eru þeir einstaklingar sem á þurfa að halda að hrekjast í kuldanum dag frá degi til að leita skjóls. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið eitt helsta skjólið á daginn, þar er hægt að fá heitt kaffi og heita súpu og hlýja sér en nú er það skjól á hrakhólum vegna húsnæðisskorts. Hvar er velferðin í dag? Það er svo einkennilegt með þessa þjóð að það er strax haft samband við yfirvöld ef finnast illa haldin hross í haga eða húsum. Það er sérstakur "forðagæslumaður" sem hefur eftirlit með að búfénaður sé vel haldinn í fóðrum og skjóli! En hver er "forðagæslumaður" þessa fólks. Hvers vegna þarf þessi veiki hópur einstaklinga að hrekjast á milli, húsnæðislaust, án skjóls og matar nema að næturlagi helst og þá aðeins örlítið brot af þeim sem á þurfa að halda. Það er skeflilegt til þess að hugsa að konur í þessari stöðu þurfi að selja sig , líða barsmíðar og hvers kyns valdníðslu karlmanna til að eiga skjól eina og eina nótt! Getur þessi þjóð verið þekkt fyrir þetta? Það verður að koma upp fleiri athvörfum sem bæði eru opin að degi sem nóttu. Það verður að sjá til þess að Samhjálp fái húsnæði. Ég veit að borgin er að leita logandi ljósi að hentugu húsnæði, en eins og kom fram í viðtali við yfirmann Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar bakka leigusalar út þegar þeir heyra hvers konar starfsemi á að vera í húsnæðinu, en betur má ef duga skal. Ég held að þetta þjóðfélag verði að bretta upp ermarnar ef hún ætlar að standa undir því nafni að kallast "velferðarþjóðfélag".
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.