Með sól í hjarta og söng á vörum..........

Jæja, undakeppni Eurovision búin og allir á suðupunkti. Það er víst ábyggilegt að vestur-Evrópsk tónlinstarmenning á ekki upp á pallborðið þarna syðra og eystra í henni álfu.  Hvað er til ráða? Ég legg til að við norðurlandabúar efnum til árlegrar norrænnar dægurlagatónlistarhátíðar þar sem bæði ungir sem eldri tónlistarmenn sýna og sanna sig í hinni ýmsu gerð tónlistar. Það má keppa í þungarokki, jazz, poppi, teknó, danstónlist og fleira. Ein allsherjar hátíð! Bæði Norðmenn og Svíar hafa verið með einhverjar slíkar hátíðir og afraksturinn er ferskir vindar í tónlistinni, nýir tónlistarmenn koma fram.  Við eigum ekki að láta þetta lemja okkur niður. Við eigum fullt af góðum tónlistarmönnum sem fleiri kunna að meta en suður og austur Evrópa. Hvernig væri að hrinda svona hátíð af stað, hvet tónlistarmenn á öllum aldri að hlutast til um að hefja norræna tónlist til vegs og virðingar. Við heyrum m.a. alltof lítið spilað af norrænni tónlist í útvarpi. Nú er lag að breyta til. Allir saman nú 1,2,3 og við ætlum að vera svo ósköp þæg og góð , svo allir geta haft það gott hjá vorri þjóð........................!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband