Krían loksins komin

Já, krían kom aðfaranótt hvítasunnudagsins. Hún er óvenju sein í ár. Kuldinn hefur verið mikill og ekki vænlegt veðurfar til hreiðurgerðar. Það heyrðist í nokkrum kríum um miðja nótt aðfaranótt sunnudagsins hér í móanum við kirkjuna okkar í Þorlákshöfn. Um morguninn var hópur af kríu komnir í varpið og mátt sjá þær flögra um og "garga" eins og hún á að sér að vera. Varpið í fyrra meira eða minna misfórst vegna skorts á æti. Mávurinn var síðan mjög duglegur að hirða upp þá sem komust úr eggi. Það er vonandi að betur gangi í ár. Það er alltaf gaman að fylgjast með henni.  Kannski er sumarið loksins komið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Heyri einnig hinn gleðilega kríuhljóm. Var farinn að hafa áhyggjur.  kv.  B

Baldur Kristjánsson, 29.5.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, vonandi er sumarið komið. Annars var svona kalt vor í fyrr líka. Þann 20. júní 2006 var ég á leið í Stykkishólm og þá snjóaði á okkur upp á fjallinu og ekki var hægt að gefa fólkinu kaffi á útsýnistaðnum á vatnleið vegna veðurs. Mig langar ekki í annað þannig sumar.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.5.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég þóttist nú vera með hana í kringum okkur þegar ég fór með hundinn hér N á Hafnarsand snemma á föstudagsmorgunn???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.5.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband