Nei hættið þið nú alveg!

Bíðum nú við! Í fréttum í síðustu viku á www.sudurland.is kom fram að fjármagn væri í höfn til byggingar á Áltæknigarði í Þorlákshöfn, sem er í raun 270 þúsund tonna álver fullbyggt. Ekki veit ég til þess að íbúar í Ölfusi hafi yfirleitt verið spurðir að því hvort þeir vilji álver í heimabyggð sína. Nú á enn að gefa í stóriðjuframkvæmdir þrátt fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnar um hlé í þá áttina og athuga með land fyrir Alcan að byggja nýtt álver.  Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík og voru þær raddir meðal annars uppi að íbúar á Suðurlandi hefðu eitthvað um þetta að segja sem  studdu Hafnfirðinga í þessari baráttu þar sem mótmælt væri virkjun Þjórsár til þessara framkvæmda.  Hvar eru þessar raddir nú? Á að setja hér niður í sveitarfélagið tvö risa álver án þess að íbúar hér hafi neitt um það að segja? Eigum við von á að fá tvö 270 þúsund tonna álver hér í Þorlákshöfn? Á að gera Þorlákshöfn að einhverju stóriðjuþorpi með mengandi starfssemi, óafturkræfum náttúruspjöllum í þágu meiri þenslu og gróða? Landið er sett á útsölu, orkan er á útsölu og erlend stóriðjufyrirtæki græða á okkur þar sem önnur lönd vilja losna við þennan iðnað. Hver er okkar gróði þegar til lengdar lætur?
mbl.is Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband