25.6.2007 | 09:29
Íslensk orka á útsölu og fleiri álver er eina sem upp á borði er!
Orka þessa ágæta lands er enn á útsölu og álver og aftur álver er það eina sem mönnum dettur í hug þessa dagana. Samkvæmt upplýsingum úr dagblöðum síðustu daga er fyrirhugaður "Áltæknigarður" enn í fullum undirbúningi í Þorlákshöfn og fyrirhugað að hefja framkvæmdir sumarið 2009. Einnig er verið að ræða við Alcan um að reisa 280 þúsund tonna álver á sömu slóðum. Ég held að menn séu alveg hreint að tapa sér í stóriðjuframkvæmdum. Í samtali við Ólaf Áka Ragnarsson bæjarstjóra Þorlákshafnar í einu dagblaðanna í síðustu viku, segir hann að bygging álvers hafi verið kynnt íbúum Þorlákshafnar á fundi í apríl og undirtektirnar góðar. Hið rétta er að þar fór fram kynning á fyrirhuguðum "Áltæknigarði" sem kynntur var fyrst og fremst sem verksmiðja sem fullynni ál og væri einnig sem skóli og fræðasetur en í fyrstu byrjun yrði framleitt 60 þúsund tonn af áli. Á þessum fundi var dregið úr umfangi álbræðslu og sjónum fundarmanna beint að öðru. Margar spurningar vöknuðu á fundinum meðal fundarmanna og ekki gat ég sem þó sat þennan fund heyrt miklar ánægjuraddir. Þar kom ekki fram heldur að það stæði til að bæta við öðru álveri frá Alcan, 280 þúsund tonn að stærð, enda ekki líklega komið til tals á þeim tímapunkti. Þorlákshafnarbúum hefur því ekki verið kynntar neinar fyrirhugaðar tillögur um annað álver. Þann 13. júní var íbúafundur, þar sem íbúar fóru í "brainstorming" vinnu með nýjar hugmyndir í atvinnumálum, ferðaþjónustu og mennningarmálum. Allar þær hugmyndir sem komu fram voru hreint frábærar. Þar gaf að líta stórhuga fólk sem hafði yfir að búa nýrri sýn á Þorlákshöfn, sýn á þau ótal tækifæri sem bærinn og nágrenni hans hafa upp á að bjóða. Ekki var einu orði nefnt álver né Áltæknigarður og held ég að sú framkvæmd sé ekki ofarlega á lista hjá fólki bæjarins. Álið er ekki endilega málið eins og góð vinkona mín Valgerður Halldórsdóttir segir í bloggi sínu. Orkan okkar og landirými er sett á útsölu. Hér má menga, hér fæst ódýr raforka á spottprís. Hvaða orku eigum við svo eftir til annarrar iðju. Ég held að menn ættu að staldra við, hægja á sér og hugsa aðeins lengra fram í tímann! Orkan er ekki endalaus og við eigurm hreint vatn ennþá og tært loft, hversu lengi verður það? Ég spyr bara!
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.