Tinna, hundspottið mitt

Ég prófaði að gamni mínu að setja tvær myndir af litla hundspottinu mínu, henni Tinnu. Hún er svo ansi lík hundi eins bloggvinar míns. Þetta litla "lakkrístrýni" á dálítið erfitt með að gegna. Hún myndi vera greind með athyglisbrest ef út í það væri farið. Hún má ekki sjá fugl, flugu, börn á hjóli eða neitt annað sem hreyfist eða finna spennandi lykt af einhverju í gönguferðum okkar, þá er hún rokin af stað og það er eins gott að halda vel um tauminn og vera í góðum "spyrnuskóm".  Hún er einstaklega blíð, þetta grey ,þrátt fyrir allt og er einstaklega fjörug og ansi klár.  Læt þessa lofræðu duga um hundinn minn, en hún skilur ekki enn alveg hvað þýðir "koma" þegar kallað er á hana, sérstaklega ef hjólreiðamaður hjólar framhjá , þá tapar hún skyndilega heyrninni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

hún er voða svipuð Kela mínum, óþægðarrófunni þeirri arna. Hann er blanda af Boxer og Irish setter. Pabbi hans hreinn boxer og boxer er oft seinn að þroskast....hann er samt yndislegur og blíður og góður hvutti.

Ragnheiður , 11.7.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ekki ósvipað yngri syni mínum hér á árum áður.

Hefur þó lagast með árunum:

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.7.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband