Hvar er frelsi í viðskiptum núna - nauðungarverslun?

Það er alveg með ólíkindum hvað reynt er sí og æ að halda fólki hér í einhverskonar fjötrum. Verðlag hér á landi á fatnaði er langt umfram það sem gerist í nærliggjandi löndum og miðað við tekjur hins almenna launamanns hlýtur hver meðalgreindur maður að sjá það að það reikningsdæmi gengur ekki upp að fata heila fjölskyldu hér með þessum hætti.  Ef þú ætlar að kaupa þér góða skó þ.e. vandaða skó t.d. Ecco þá ertu að kaupa sömu skóna allt að 4-6 þús. krónum lægri í Kaupmannahöfn en hér.  Kvenfatnaður á Íslandi er mjög dýr. Að kaupa sæmilega góðar buxur getur kostað hér um 15-17 þúsund krónur þegar sambærilegar buxur kosta 100% minna í nágrannalöndunum. Fatnaður á unglinga er mun lægri. Þegar munar að lágmarki um 30-40% upp í 100% á sömu vöru er ekkert skrítið að fólk reyni að fara í verslunarferðir til að kaupa fyrst og fremst fatnað fyrir sig og sína. Það er dýrt að fata 4-5 manna fjölskyldu! Viðmiðunarmörk eru í engu samræmi við verðlag. Annað sem er alveg með ólíkindum að í allri umræðunni um offitu og heilsuátak að þá fær fólk sem er í mikilli yfirþyng fær ekki útivistarfatnað á sig. Ég er meðal annars ein af þeim. Ég er í átaki eins og svo margir aðrir og hef farið verslun úr verslun og ég fæ ekki á mig útvistarúlpu né buxur, ekki regngalla eða vatnsheldan galla. Ég get látið sérsauma líklega á mig slíkan fatnað en kostnaðurinn er það mikill 60-100 þús. að ég hef engan veginn efni á slíku. Í Danmörku er m.a hægt að fá slíkan fatnað og  í USA.  Við erum sá hópur sem sérstaklega þarf að stunda reglulega útivist með gönguferðum og fleiru en skortur á útivistafatnaði hefur hamlandi áhrif. Þessi viðmiðunarmörk gerir okkur ekki einu sinni kleift að kaupa þennan fatnað erlendis. Vill ekki  einhver fara að taka það að sér að flytja inn útvitstarfatnað í stórum stærðum á mannsæmandi verði? Lifið heil.
mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Má til að þakka þér fyrir þessa færslu sem er með ágætum og vel rökstudd.

Annars er regla hjá mér að skrifa  ekki athugasemdir vegna þess að ég neyddist til að loka mínu loggi vegna ruddalegra árása sem ekki fylgdu neinar röksemdir.

Með kveðju,

 Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.11.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þakka þér fyrir athugasemdina Sigríður.  Ég hef verið heppin að fá ekki slíkar árásir, enn sem komið er, en þetta er leiður vani hjá sumu fólki að stunda slíkt og er ekkert nema niðurrif, því miður. Leiðinlegt að þú skyldir þurfa að loka hjá þér og þú ert örugglega ekki sú eina. 

Sigurlaug B. Gröndal, 7.11.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband