29.11.2007 | 11:56
Því að taka frá þeim góð gildi?
Á vísi.is er viðtal við Bolla Pétur Bollason prest í Seljakirkju vegna ákvörðunar fimm leikskóla í Seljahverfi um að afþakka heimsóknir presta. Sjá hér að neðan.
Fámennur hópur trúleysingja hindrar kirkjustarf í Seljahverfi
Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju, telur að það sé vegna athugasemda frá fámennum en háværum hópi fólks sem leikskólastjórnendur í Seljahverfi hafi tekið þá ákvörðun að gera hlé á samstarfi kirkjunnar við leikskólana. Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær var greint frá því að þrír af fimm leikskólum í hverfinu hefðu tekið fyrir heimsóknir presta í leikskólana.
Ég bjó sjálf í Seljahverfi í yfir 20 ár og starfaði í nokkur ár á einum leikskólanna sem um ræðir. Það var alltaf hátíð þegar farið var í kirkju og þegar unnið var með kirkjunni og margar góðar stundir sem börnin áttu með prestinum. Að mínu mati og reynslu hefur kirkjan verið fasti punkturinn í hverfinu ásamt leikskólunum og grunnskólunum. Mikið og gott starf fer fram í Seljakirkju fyrir börn og unglinga og hefur verið gott samstarf á milli allra. Kirkjan er nú þannig staðsett að hún er í miðju hverfinu á grænu svæði. Í kirkjunni er alltaf einhver við og hefur hún verið oft athvarf barna sem hafa verið að leik við tjörnina þar hjá ef eitthvað hefur bjátað á. Þau hafa fengið djússopa hjá prestunum, kexköku og plástur á sárin sín. Mér finnst þarna sé verið að taka af þeim að kynnast góðum gildum kirkjunnar. Stærsti hluti barnanna eru skírð af kristnum söfnuði og því á að taka það af þeim að kynnast kirkjunni sinni? Þeir sem ekki vilja að sín börn kynnist kirkjunni eða því starfi er hægt að bjóða aðrar stundir á meðan. Þeir sem eru annarrar trúar ættu því að fá að kynnast einnig sinni trú. Þarna finnst mér einum og langt gengið. Hafi einhvertímann verið þörf á því að kynnast góðum gildum, kærleika og að lífið snúist um annað og meira en peninga og að eignast allt, þá er það núna.
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 5855
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér Sigurlaug. Málið er það að það lætur hátt í fámennum hópi sem bera fyrir sig fjölmenningu. Málið er líka að þessi fámenni hópur fer stækkandi ef ekkert er gert til að spyrna á móti og svara þeim fullum hálsi. Til þess að svo megi verða verða lærðir og leikir innan kirkjunnar láta í sér heyra. Eins og greinakornið þitt. Hún er bæði falleg og vekjandi um hvað starf kirkjunnar snýst. Starf hennar fer oftar en ekki hátt í eðli sínu en manneskjur eins og þú geta gert mikið. Að mínu áliti ættir þú að láta birta þetta greina korn þitt í fjölmiðlum!
Þór Hauksson, 29.11.2007 kl. 21:01
Takk Þór, fyrir góða hvatningu og orð. Ég læt verða af því. Það er alveg rétt að það heyrist sárasjaldan af því sem gott er. Það kafnar einhvern veginn í þeirri neikvæðu umræðu sem virðist fá alltaf meiri athygli en annað. Því miður.
Sigurlaug B. Gröndal, 30.11.2007 kl. 10:52
Sigurlaug mín ég verð að vera þér ósammála um þetta. Ég er í hópi þeirra sem ekki er kristin á þessu landi og mér finnst það yfirgangur hvernig við erum neydd til beygja okkur undir ægivald kirkjunnar. Ég hef ekki þá trú að börnin mín læri eitthvað ljótt í kirkjunni en ég tel að þau læri kenningar sem hafa ekkert með sannleika að gera fyrir utan persónulegan sannleika þeirra einstaklinga sem eru trúaðir. Ég vil að börnin mín hugsi fyrir sig sjálf og fái að gera upp hug sinn til trúarbragða þegar þau hafa til þess aldur og þroska. Ég er því alfarið á móti því að börnin mín fari í kirkju að mér forspurðri og taki þátt í kristilegu starfi. Það er hrein valdníðsla að gera slíkt þótt ekki sé verið að kenna þeim neitt ljótt. Hvernig þætti þér ef ég mætti í leikskólana og stomaði með börnin þar á blót hjá Ásatrúarmönnum? Þar fer ekkert ljótt fram. Hér ríkir trúfrelsi og enginn má í krafti valds jafnvel þótt það sé meirihlutavald neyða annan til taka þátt í trúarathöfnum sem eru ekki samkvæmt sannfæringu hans.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 14:55
Sem betur fer eru ekki allir sammála um allt. Þá væri heimurinn ansi einsleitur. Í mínum huga er þetta spurning fyrst og remst um lýðræði hvað varðar leikskólana í Seljahverfi og það að þeir hafi afþakkað heimsóknir presta m.m.. Þarna eru foreldrar fáeinna barna sem fara fram á breytingu sem olli því að þessi ákvörðun er tekið. Voru foreldrar hinna barnanna spurðir? Nei, því miður. Þeir foreldrar sem eiga börn á leikskólum og eru annarrar trúar hafa val um hvort þeirra börn verði með í þessum stundum eða ekki. Þarna er um langa hefð að ræða og þarna hefur meirihlutinn ekkert um þetta að segja. Það finnst mér rangt. Trúarbragðakennsla á að fara fram í skólum. Það er hverjum manni hollt að kynnast mismunandi trúarbröðgum. Ég ólst upp við það að faðir minn skoðað hvers kyns trúarbrögð og þau voru oft rædd heima og alls kyns heimspekilegar vangaveltur í kringum það. Í grunnskóla kenndi sr. Halldór Gröndal okkur kristinfræði en aldrei var um neitt trúboð að ræða eða bænahald heldur kennslu í kristinfræði eins og hún kom fyrir í þeim bókum sem kenndar voru. Eins þegar ég starfaði í leikskólanum. Ég varð ekki vör við sérstakt trúboð eða bænahald. Ég held að frásögnum af trúboði í leik-og grunnskólum sé ansi mikið orðum ofaukið, því miður.
Sigurlaug B. Gröndal, 12.12.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.