15.12.2007 | 18:34
Nú drynur í berginu.......
Í dag var bjart í Þorlákshöfn, jafnvel sólin braust fram og var það kærkomin sjón eftir átök í veðrinu undanfarna daga. Á svona dögum er gott að fara með Tinnu mína í gryfjuna til að hlaupa og sleppa af sér beislinu. Við fórum, ég og hundurinn minn hún Tinna í gryfjuna góðu, sem staðsett er "út á bergi" eins og sagt er hér í bænum. Til nánari skýringa þá er það rétt niður við sjóinn þar sem hesthúsin eru og gömul fiskeldisstöð. Þar við ströndina er hamrabelti mikið og brimið þar verður ógurlegt. Þarna hafa farist menn og einnig lítill drengur, er mér sagt. Sjórinn sogar að sér með ógnarkrafti. Í þeim veðraham sem hefur verið og þar sem hásjávað er hefur brimið þessa daga verið mikið og stórbrotið og brimið sést skella upp eftir berginu tugi metra upp í loftið héðan frá götunni, þar sem ég bý. Í gryfjunni í dag voru miklar drunur. Það var eins og heljar tröllkarl berði bergið með einhverju ógnarstórum hamri svo glumdi í. Það er titringur í loftinu á slíkum dögum. Mikilfenglegar drunur berast hingað heim að húsi. Fyrst í stað þegar við fluttum hingað, héldum við að margar stórvirkar vinnuvélar væru einhversstaðar að störfum í grenndinni. Svo reyndist ekki vera. Þetta var brimið. Í dag var það stórbrotið og þar sem við Tinna nutum útivistarinnar í gryfjunni við hlaup og göngu, þá drundi í berginu með djúpum bassadrunum. Það var mikilfenglegt. Já, nú drynur í berginu.
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er frábærlega velskrifuð færsla hjá þér.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:57
Þakka þér fyrir Steinka mín. Ég var svona að reyna að koma þessari upplifun í orð eins vel og ég upplifi það. Þetta eru stórfengleg náttúruöfl sem þarna eru að verki og að heyra þessar miklu drunur og upplifa kraftinn frá hafinu er ólýsanlegt.
Sigurlaug B. Gröndal, 18.12.2007 kl. 09:29
Mér finnst sjórinn yndislegur og sérstaklega ef ég kemst í tæri við alvöru brim. Ég þyrfti greinilega að renna til þín við tækifæri!
Björg Árnadóttir, 18.12.2007 kl. 16:16
Endielga gerðu það Björg. Þú finnur heimilisfangið í skránni. Hef sama síma og í den. Vertu ávallt velkomin.
Sigurlaug B. Gröndal, 18.12.2007 kl. 17:16
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 01:26
Gleðileg jól og þakka þér alla skemmtunina hér á blogginu á liðnu ári. Megi næsta ár vera þér jafnfarsælt og vonandi hittumst við með hundana okkar einhvern tíma.
Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:15
Óskar þér og þinni fjölskyldu Gleðilegra jóla - nú er bara að sjást á nýju ári
Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.