Vorið er komið og grundirnar gróa.........

Það eru orð að sönnu. Þvílík umskipti. Ég er búin að vera í syngjandi sveiflu yfir góðviðrinu. Það er mikið búið að stússast á mínum bæ í dag. Bóndinn er búinn að vera í ham! Annar bíllin af tveimur var tekinn í gegn frá toppi og niður úr í gær. Sólpallurinn var hreinsaður í dag, Grillið komið úr garðskúrnum, rósirnar mínar, garðáhöldin, búið að þrífa rúðurnar á húsinu, henda fullt af drasli og fleira og fleira. Það var yndislegt að heyra í lóunni í morgunsárið.  Hundspottið var í essinu sínu í gryfjunni í dag og leitaði að músum og elti smáfuglana sem komnir eru þar. Hrafninn stríddi henni líka örlítið.  Svo var farið í að versla í matinn.  Það mátti sjá ljósgræna hnoðrana gægjast út úr brumhnöppunum á loðvíðinum í gryfjunni. Stórkostlegt. Það var bara um síðustu helgi sem var um 30cm jafnfallin snjór þar!!! Nú skal man sko grilla og alles!!!! Fyrsta grill vorsins. Jahúú!!!Grin .  Litlu afabörnin hans Jóns mágs míns í næsta húsin voru komin út með hjólin sín í morgun. Það var yndislegt að sjá þau bagsa við að komast af stað út í vorið, búið að leggja snjógallanum fram á haustið (vonandi!). Á svona dögum er ekki hægt að vera innanhúss. Vorið er komið og kallar á þig!!!!!! Eigið góðan dag!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Besti tími ársins ekki spurning! Til hamingju með vorið til okkar allra!!

Björg Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

hreint frábært - vorið loksins komið  

Sigríður Guðnadóttir, 20.4.2008 kl. 11:16

3 Smámynd: Helga Dóra

gleðilegt vor

Helga Dóra, 20.4.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er alltaf jafnánægjulegt. Ég ætla að grilla í kvöld.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Veðrið er búið að vera hreint frábært enda var grillið hreinsað í dag og grillað

Huld S. Ringsted, 20.4.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband