Nú skall á mig eitt ár í viðbót!

Já og alltaf verður þetta bara skemmtilegra og skemmtilegra. Frábær dagur í gær. Hélt upp á afmælið mitt (ekki samt stórafmæli). Við komum saman, krakkarnir, systurnar, mamma, makar og vinir yfir "hjemmelaved" bakkelsi að hætti fjölskyldunnar.  Ég fékk alveg geggjaða gjöf frá bóndanum og börnunum (ég verð bara að koma því að hérna) ! REIÐHJÓL! Gamall draumur rættist. Ég hef ekki átt reiðhjól sem er í lagi í áratugi. Ég var alltaf á hjóli hér í den, og hef mjög gaman af því að hjóla. Nú rættist þessi langþráði draumur og nú fer sú gamla af stað! Þetta er eldrautt 21s gíra hjól með dempurum og ölluGrin! Hjólið var prófað í gær og ég verð að segja að ég var nú aðeins stirð svona í fyrstu en svo kom þetta. Nú er að koma sér í gamla gírinn og hjóla. Ég bý svo vel að bærinn minn er mjög hjólreiðavænn, góðir stígar og allt flatt! Þetta gæti orðið fyrirmyndar "hjólabær" Þorlákshöfn.  Eigið góðan dag!Wink

Hérna kemur mynd af  gripnum!!!

08_EXPLORER2_RD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Hamingjuóskir! Sérstaklega með hjólið.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með þetta elsku stelpan mín. Sammála þér lífið verður betra með árunum.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Til hamingju með afmælið og farkostinn!  Það er leitun að jafn "hjólhestavænu" bæjarfélagi og þínu svo nú geturðu aldeilis þeyst af stað!  

Björg Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ólöf, Steinka og Björg, hjartans þakkir fyrir kveðjurnar. Já, nú er bara að setja í rétta "gírinn " og þeysa af stað. Knús á ykkur allar!

Sigurlaug B. Gröndal, 27.5.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með afmælið !

Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Innilegar hamingjuóskir með afmælið og hjólið!

Ég væri sko til með að eiga eitt nothæft hér úti, væri meira að segja nokk sama hvernig það liti út:)

Hvað ætli maður sé lengi að hjóla á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar? 

Linda Samsonar Gísladóttir, 28.5.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband