Er nokkur furða!

Það er skiljanlegt að Tékkar bregðist illa við. Dóttir mín og tengdasonur fóru í brúðkaupsferð til Króatíu sem er ekki í frásögur færandi, nema að matseðill veitingahúsa þar er akkúrat nákvæmlega eins og afskaplega lítið úrval. Þú getur keypt pizzu sem er eins allsstaðar, þú getur keypt steik, en það er ekkert með henni nema kannski 1/2 laukur eða varla það. Í verslunum er úrval ansi fátæklegt en þau gerðu heiðarlega tilraun til að kaupa inn sjálf og matbúa. Þau gefa þessu landi sem ferðamannalandi ekki háa einkunn. Þeir eru mjög eftirá í móttöku ferðamanna enda er landið ekki vel statt fjárhagslega, en þessi aðgerð er nú heldur ekki til að trekkja að þegar úrval af matvöru hvort sem þú ætlar að kaupa hráefni eða af matsölustað er af svo skornum skammti. Skyldu Íslendingar mega taka með sér sínar SS pylsur ef þeim sýndist svo. Þær eru ómissandi!Wink
mbl.is Pylsubann angrar Tékka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Vandamálin eru greinilega misjöfn milli landa.

Hver ætli séu viðurlögin við smygli á 1 pk. SS-pylsum??

Björg Árnadóttir, 5.6.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ef við byggjum í USA myndum við fá háa sekt og jafnvel fangelsisvist. Við værum alræmdir lögbrjótar. Þarna myndum við múta þeim!

Sigurlaug B. Gröndal, 5.6.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Mér finnst þetta sorglegt.

Linda Samsonar Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband