Er þetta nú ekki einum of?

Hvað haldið þið að margir komi að versla skólavörur um miðja nótt? Þetta finnst mér einum of langt gengið. Verslanir eru komnar í svo harða samkeppni að reynt er að hafa opnunartíma þeirra sem allra lengstan, sama hvað. Hverju hefur þetta svo skilað sér? Ofkeyrðum starfsmönnum sem eiga sér varla einkalíf um helgar, hlutfallslega lægri launum, hærra vöruverði  og þjónustan hefur ekkert batnað. Í allflestum dagvöruverslunum eru starfsmenn á kössum kornungir einstaklingar sem eru að reyna að gera sitt besta. Það er næsta víst að laun þeirra eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Launasetning hjá verslunarfólki fer að nálgast það að vera eins og í vaktavinnu á stofnunum. Ekki er lengur greidd yfirvinna um helgar eins og var heldur er þessi vinnutími orðinn hlutin af dagvinnunni með álagi ofan á sem er mun lægra en yfirvinnuhlutfallið. Ég held að tími sé kominn að skrúfa þetta aðeins til baka. Þess má geta að hjá hinum norðurlöndunum er opnunartími verslana ekki í líkingu við það sem gerist hér. Í Bergen til að mynda eru engir stórmarkaðir opnir á sunnudögum og hvað þá fram eftir kvöldum og að hámarki til kl. 18:00 á laugardögum.  Það er enginn þörf  á að hafa verslanir hér með þennan langa opnunartíma. Þess má geta í leiðinni að fólksfjöldi í  Bergen er álíka mikill og á öllu landinu hér en fjöldi verslana hér er margfalt meiri en þar.  Frídagur verslunarmanna hefur snúist upp í andhverfu sína. Það er yfirleitt verslunarfólk sem vinnur hvað mest á þeim degi! Er það í lagi? Álagið er aldrei meira en þá hjá þessum starfshópi, þó all flestar verslanir séu með lokað í Reykjavík á þessum degi er ekki sömu sögu að segja um afgreiðslufólk í söluturnum og veitingahúsum sem og sumum matvörumörkuðum. Er ekki eitthvað skakkt við þetta?
mbl.is Skóladót allan sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Nákvæmlega! Það er allt orðið svo uppskrúfað að það hálfa væri nóg. Ég hef einnig heyrt verð á gallabuxum vel yfir 20 þúsund krónur! Það þarf ákveðna hugarfarsbreytingu hér á landi, verðmætamat fólks er orðið svo skakkt. Sömuleiðis Ditta mín, njóttu helgarinnar.

Sigurlaug B. Gröndal, 16.8.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Stefán W.J,

Fínt ef að maður vaknar um miðja nótt og ákveður að þá sé loksins komið að því að kaupa sér nýtt strokleður.

Stefán W.J,, 16.8.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég skrifaði smá blogg um þetta. Það er nú hálf broslegt að hægt sé að kaupa sér ritföng um miðja nótt en ekki lyf, eða hvað finnst ykkur?

Óttarr Makuch, 16.8.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Öfgar eins og nánast all annað hér á landi. Hvernig gat maður komist af þegar verslanir voru opnar á virkum dögum frá níu til sex. Svalt maður þá um helgar. Og ekki voru þá tölvur til að skrifa á, svo maður varð bara að naga blýhantinn, strokleðurslausan fram yfir helgina.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.8.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir

Sæl, þetta er einmitt frábært framtak hjá þeim í office 1 þessa einu viku sem er opið allan sólarhringinn hjá þeim. Þetta er einmitt fínt fyrir ungt fólk sem er að fara í skóla og er að vinna á dagvakt eða næturvakt hvort sem er á yfirvinnutaxta eða ekki. Fólk sem er að vinna allan daginn kemst nú með krakkana sína eftir kvöldmat að kaupa skóladót en þarf ekki að taka sér frí til þess. Þetta er einmitt það er verið að gera...að vekja umtal. En misjafn er nú smekkur fólks...skiljanlega.

Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 14:49

6 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst þetta fíflalegt...það er ekkert að því að það væri opið aðeins fram á kvöldið en alla nóttina ?

Það er munur á því hvort starfsmaður er einn í næturvinnu við að fylla á hillur eða afgreiðandi kúnna á sama tíma.

Þetta skilar sér beint í vöruverðið og það er þar sem þarf að lækka, það lækkar ekki við svona aðfarir.

Ragnheiður , 16.8.2008 kl. 19:39

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Stefán: Ha, hahahah, , nákvæmlega. Mjög líklegt að maður rjúki um miðja nótt eftir einhverju.

Óttar: Já, þetta er svolítið öfugsnúið. Það var um tíma hægt að kaupa lyf um miðja nótt en lyfjaverslanir hættu að hafa opið. Það þótti of dýrt!

Hulda: Já, þetta eru miklir öfgar og eru ekki til þess að lækka vöruverð.

 Kolbrún:Ég þekki vel inná vinnu vaktavinnufólks og nánast eru allir í vaktavinnu með frídag í miðri viku (vaktafrí) og 12 tíma vaktir eru sjaldgæfar í dag. Skrítið að þetta þykir ekki mál á hinum norðurlöndunum sem hafa mun fleiri íbúa en hér búa. Eitt er að hafa opiði til kannski kl. 20:00 þessa vikur eða 21:00 en ekki allan sólarhringinn.Kaupi þetta ekki!

Ragnheiður: Sammála. Þetta er fífalegt. Það er allt annað að hafa opið lengur á þessum árstíma en alla nóttina er allt annað mál. Þetta hlýtur að kalla á fleira starfsfólk þar sem hvíldartímaákvæði kveður á um 11 tíma samfellda hvíld á hverjum 24 tímum! Það kallar á aukakostnað sem fer út í verðlagið.

Sigurlaug B. Gröndal, 17.8.2008 kl. 11:33

8 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég skil vel þörfina fyrir að lengja opnunartíma í kringum skólabyrjun en - allan sólarhringinn!! ?? kommon! Þeir sem myndu versla sér stílabækur og blýanta um 4 - 5 leitið að nóttu til eru fjárakornið ekki að fara að mæta í skólann kl. 8 um morguninn og gætu því væntanlega fundið sér einhvern annan tíma til að versla helstu nauðsynjar.

Ég skil hins vegar ekki hvernig mæður okkar fóru að því að sjá heimilinu fyrir nauðþurftum þegar verslanir voru opnar frá 10-18 á virkum dögum og lokaðar um helgar. Líklega tókst það af því þá voru þær flestar heimavinnandi eða í hlutastarfi. Ég veit bara að ég myndi aldrei nokkurn tíma komast í matvörubúð með þessa opnunartíma. Hins vegar mætti alveg stytta opnunartímana frá því sem nú er.

Björg Árnadóttir, 17.8.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband