Ruslafötur sem ropa og grenja............

Í Hollandi er stór skemmtigarður sem heitir Efteling. Þanga fórum við með börnin þegar þau voru lítil. Þarna voru stórskemmtilegar ruslafötur sem voru í líki stórra froska, álfa og púka og ein var eins og risastór smákrakki sem grét  þessi lifandis ósköp. Með því að "gefa" froskunum rusl að borða, ropuðu þeir í kjölfarið, álfarnir þökkuðu fyrir sig og smákrakkinn hætti að gráta og hjalaði lengi vel á eftir. Það var ekki að spyrja að því að krakkar sem þarna voru reyndu sem þau gátu að týna allt rusl og henda í næstu fötu til að athuga hvað gerðist. Fyrir vikið var garðurinn alltaf hreinn og fínn. Þetta var hluti af ævintýraheim garðsins. Það væri sniðugt að setja svona fötur upp í Fjölskyldu og húsdýragarðinum, sem og kannski í fleiri almenningsgarða. Wink
mbl.is Talandi ruslafötur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Frábær hugmynd! Þetta er ein af þessum hugmyndum sem manni finnst að ætti að vera löngu búið að "fatta uppá" og framkvæma

Þetta eru örugglega ekki ódýrustu föturnar en alveg jafn örugglega þær lang bestu.

Björg Árnadóttir, 19.8.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband