Forkastanleg vinnubrögð - hefur gerst áður

Mér finnst það alveg með ólíkindum að enn skuli ekki haft samráð við það fagfólk sem heldur utan um þessa starfsemi þegar svona breytingar eru í farvatninu. Þetta minnir  mig óneytanlega á þá framkomu sem yfirlæknum sem og öllu örðu starfsfólki Landspítalans var sýnt þegar ákvörðun var tekin um að loka Vífilstaðaspítala árið 2002. Ég vann þá hjá Eflingu-stéttarfélagi og vorum við kallaðar snögglega á fund við Þórunn Sveinbjörnsdóttir varaformaður, vegna stöðunnar þar og til að standa vörð um félagsmenn okkar. Við héldum þegar við lögðum af stað að við værum að fara að funda með okkar félagsmönnum og yfirmönnum þeirra. Þegar til kom var salurinn á 1. hæð smekkfullur af starfsmönnum spítalans og með forstjóra LSH í fararbroddi. Mikil reiði var í yfirlæknum sem skiljanlegt var, þar sem þeir fréttu það í gegnum fjölmiðla að loka ætti spítalanum. Þarna átti að flytja til starfsemi til sparnaðar og til að gera starfsemina markvissari. Einkum geðsviðið.  Þetta var að mig minnir í lok árs 2001 eða í byrjun árs 2002. Mikil framför hafði átt sér stað þegar deild 26 var flutt úr Hátúninu, þar sem fólk bjó í í tví -og þríbýli var flutt inn á Vífilsstaði þar sem það fékk loks að búa í einbýli. Nú átti að flytja íbúa deildar 26 inn á Kleppspítala og sögðu starfsmenn deildar að þarna væri um algera afturför að ræða þar sem íbúar myndu aftur lenda í tvíbýli. Mikil og heit umræða fór af stað um faglega stöðu einstakra deilda og voru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þessara breytinga. Síðan hefur Arnarholti verið lokað og fleiri einingum. Þessar aðgerðir og lokun Selsins á Akureyri minna mig margt um þennan tíma og er ég sannfærð um að ekki hafi komið allt það ágæti og sparnaður út úr þessum breytingum sem til stóð. Þeir svo sem lenda alltaf undir eru varnarlausir sjúklingar og aldraðir. St. Jósefspítalinn í Hafnarfirði er sá besti og manneskjulegasti spítali sem hægt er að finna. Þetta er ekki ný umræða. Áður hefur komið til tals að loka þessari rekstrareiningu. Móðir mín vann þarna í mörg ár og rifjaði hún upp þá tillögu sem kom þá hjá Hafnarfjarðarbæ, að sá möguleiki gæti verið fyrir hendi ef kæmi til lokunar spítalans, að bærinn tæki við spítalanum og rekstri hans. Skyldi sú umræða enn vera við lýði? Þetta er forkastanleg vinnubrögð gangvart öllum þeim sem starfa og standa að þeirri starfsemi sem þarna fer fram.  Það er oftar en ekki verið að finna upp hjólið hjá hinu opinbera til að redda málum en endar alltaf með því að verða ferkantað! Lifið heil!
mbl.is Eins og maður hafi verið skotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

já þeir virðast hverfa óðum þessir gömlu fastar í tilverunni hjá manni. St. Jósefs hefur alltaf verið á sínum stað og sinnt góðum slatta sjúklinga á hverju ári. Allt öðruvísi og afslappaðra að koma þangað inn að heimsækja sjúkling en á "stofnanirnar".

Mikill söknuður að þessum gamla og fallega spítala ef af verður.

Ég hætti mér hreinlega ekki út í umræður um stjórnarhætti ráðupúka!

Björg Árnadóttir, 7.1.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er með ólíkindum hvernig komið er fram við þjóðina af ráðamönnum í dag.  Þeir eru svo sannarlega að nota sér ástandið til að koma sínum illu verkum á framfæri. Fari þeir bölvaðir, vonandi verður kosið í vor og vonandi berum við gæfu til að senda Sjálfstæðisflokkinn í langt frí. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, vonandi tekst okkur að koma Sjálfstæðismönnum frá. Það er alltaf vegið að grunnþjónustunni og þeir sem minna mega sín verða alltaf undir. Það verður að kjósa þá ÚT úr ríkisstjórn!

Sigurlaug B. Gröndal, 9.1.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Nú erum við að tala saman, burtu með þann flokk.

Ég var flokksbundin Sj??alfstæðismsveskja í mörg ár en er þakklát fyrir það að þroskast.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.1.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband