Kemur niður á þeim sem síst skyldi.

Það er iðulega þannig með aldraða að þeir mega helst ekki eiga neitt á bók eða hafa aðrar tekjur, alltaf skal taka af þeim. Nú eru það eiginkonurnar sem skulu blæða. Margar konur á lífeyrisaldri í dag eiga lítil sem engin réttindi í lífeyrissjóðum. Þær hafa margar hverjar verið heimavinnandi og farið seint úr á vinnumarkaðinn og því er réttur þeirra lítill. Því skipta lífeyristekjur maka miklu máli við rekstur á heimili og bifreið. Það er nú svo að þegar reglugerðir eru gerðar gleymist oft að gera ráð fyrir aðstæðum. Hvernig munu þingmannsfrúrnar koma út úr þessu þegar frá líður? Verður búið að breyta reglunum þá. Verður þeim gert að selja húsnæði sitt til að geta lifað af þeim tekjum sem eftir eru? Ég bara spyr rétt sí svona.
mbl.is Eiginkonurnar settar út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alltaf verið að setja byrðar á þá sem minnst hafa.  Þingsmannsfrúr þurfa engu að hvíða, það er búið að tryggja það í bak og fyrir.

Jakob Falur Kristinsson, 16.3.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Gód spurning

Sporðdrekinn, 16.3.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Vissulega getur þetta komið illa við fólk. En ég get ekki séð að dæmið sem þarna er tekið fyrir sé af fólki sem illa er fyrir komið. Nema að því leiti að hjónin geta ekki verið saman. Ég sé ekki betur en þetta fólk hafi það nokkuð gott fjárhagslega. En það er margur pottur brotinn í ummönun aldraðra og þeirri þjónustu sem þeim stendur til boða.

Björg Árnadóttir, 17.3.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er alveg fáránleg skerðing á mannréttindum að öldruðum, á þar til gerðum stofnunum, skuli vera skammtaður "vasapeningur".   Af þeirra eigin lífeyri !

Verður fólk ekki fjárráða 18 ára ?   Gengur það til baka eftir að á elliheimilið er komið ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 05:55

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, Hildur, maður spyr sig um fjárræði fólks þegar það  fer á lífeyri. Þetta hefur móðir mín alltaf sagt að hún hafi misst fjárræðið þegar hún varð 67 ára. Hún mátti aldrei fá aukakrónu neinsstaðar þá var TR búin að draga samsvarandi af henni í lífeyri. Henni ásamt fleirum hefur verið haldið á klemmu. Fjárhagslegri klemmu. Hún er eini af þeim sem fór seint út á vinnumarkaðinn, enda var með stórt heimili þegar við vorum að alast upp og því er lífeyrisréttur ekki mikill. Á tímabili var henni gert að lifa af og greiða af íbúð ásamt lyfjakostnaði og fleiru 67 þúsundum á mánuði, það eru ekki nema um 4 ár síðan. Hún hafði fengið smápening af bréfum sem afi minn átti, um 600 þúsund sem fóru í stóra viðgerð á blokkinni sem hún býr í. Þetta var nóg til að hennar greiðslur frá TR voru skertar. Hún gat ekkert gert!!!! Eru þetta mannréttindi? Ég bara spyr.

Sigurlaug B. Gröndal, 18.3.2009 kl. 10:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið verður maður oft reiður þessa dagana yfir óréttlætinu sem allstaðar viðgengst hjá okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband