Svartur blettur á íslensku þjóðfélagi.

Þau meðferðarheimili sem hafa verið rekin hér og nefnd í þessari frétt er svartur blettur á íslensku þjóðfélagi, þjóðfélagi sem hefur alltaf talið sig vera betra en önnur og tileinka sér alltaf það nýjasta. Það eru margir sem hafa farið illa út úr dvöl á slíkum stofnunum og einnig hafa gjörðir barnaverndarnefnda ekki verið til að hjálpa til. Það er mín von að dreginn verði lærdómur af þessu og að ALDREI það komi til að barn lendi í aðstæðum sem þessum. Við erum alltof fljót að loka augunum fyrir staðreyndum.

Í nútímaþjóðfélagi yppir fólk, því miður enn öxlum sem verður vitni af því ofbeldi sem einelti er. Ég hvet fólk til að sýna ábyrgð og láta vita er það verður vitni einhverju slíku.

Ég vil minna á það að samkvæmt reglugerð no. 1000 frá 2004 við lög no46. frá 1980 um að búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er kveðið á um ábyrgð atvinnurekenda í að uppræta og koma í veg fyrir einelti í fyrirtæki sínu. Ábyrgð starfsmanna að láta gera viðvart gruni þá um að einelti fari fram á vinnustaðnum. Í reglugerðinni er einnig refsiákvæði sé ekki farið eftir lögum. Í 6. grein reglugerðarinnar segir: Tilkynningaskylda starfsmanns. Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaður vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir. (Tilvitnun lýkur).  Einelti fellur undir Vinnueftirlitið og er hægt að nálgast eyðublöð til að leggja fram formlega kvörtun til Vinnueftirlitsins á vefsíðu þess. Sérstakur starfshópur hjá Vinnueftirlitinu tekur á eineltismálum. Einelti meðal fullorðinna á vinnustöðum er miklu algengara en fólk vill viðurkenna og er það sum staðar algjört "tabú", sérstaklega þegar gerandi er yfirmaður starfsmanns. Alltof oft gefst starfsmaðurinn upp og segir upp.  Þolandi á ekki að þurfa að flýja aðstæður. Samstarfsmenn verða að sýna meiri ábyrgð og stöðva ferlið. 

Hvet ykkur til að kynna ykkur þessa reglugerð og skoða vef Vinnueftirlitsins. 


mbl.is Svört skýrsla um vistheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega sammála þessu öllu. Hef einmitt reynt að benda á að einelti viðgengst meðal fullorðinna og jafnvel innan fjölskyldna. Yfirleytt hef ég talað fyrir daufum eyrum, jafnvel meðal fólks sem tók þátt í Olweusar áætlun.

Það má líka mynnast á það að sumstaðar þar sem börn hafa dvalið í sveit, hafa þau líka orðið fyrir ýmsum hremmingum. Hef heyrt margar sögur og þekki sjálfur slík dæmi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband