Hvers lags bull er þetta eiginlega?

Annað hvort er blað fríblað fyrir alla eða áskriftarblað fyrir alla eða selt í lausasölu hjá öllum! Þetta á ekki eftir að ganga upp. Það mun ekki líða á löngu þar til blaðið verður lafarið komið í áskrift. Það hefur nú ekki einu sinni verið borið í hús hér í Ölfusi og svo megum við fara að borga fyrir áskrift. Þetta er hrópleg mismunun eftir búsetu og á ekki að eiga sér stað.
mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Haltu ró þinni Sigurlaug. Það eina sem gerist er að þeir hætta að henda þessum snepli á stéttina fyrir framan okurbúlluna (sem þeir eiga lika er það ekki annars) og þið verðið laus við að koma þessu í ruslið. Varla förum við að borga fyrir ruslpóstinn.

Viðar Friðgeirsson, 8.10.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Unknown

Er landsbyggðin öll komin í ruglið? ÞIÐ BÚIÐ ÚTÁ LANDI ÞAR SEM ER EÐLILEGA EKKI SAMA ÞJÓNUSTA...úff...það virðist vera erfitt að skilja þetta, Fréttablaðið er BUISSNESS...auglýsingar borga blaðið og þar sem að það er ódýrt að koma því til fólks í þéttbýli vs þess hvað það eru margir þar og því hægt að selja fleiri auglýsingar þessvegna halda þeir því fríu innan þéttbýlis.

 Að koma því í hvert krummaskuð er dýrara og því óhagkvæmt, þetta er fyrirtæki sem á að reyna að skila gróða, ekki að gefa fólki neitt.

Unknown, 8.10.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Unknown: Það væri hugglegra ef þú skrifaðir undir nafni. Ég bý í Þorlákshöfn sem er þéttbýli og er í Ölfusi. Hér er líka buisness. Á Selfossi er buisness og fleiri stórum byggðarkjörnum úti á landi, ef þú skyldir ekki hafa vitað það.

Viðar: Nei, ég ætla mér ekki að fara borga fyrir þetta blað. Það myndi aldrei flögra að mér. Sagði upp Mogganum í sumar, það var ekkert orðið að lesa þar. Það er þessi mismunun sem ég er óhress með. 

Sigurlaug B. Gröndal, 9.10.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband