Þetta finnast mér nú bara góðar fréttir!

McDonalds hefur að mínu mati aldrei framleitt sérstaklega bragðgóðan skyndibita. Þegar þeir komu til landsins fannst mér spennandi að fara og smakka, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Brauðið var bragðlaust og leit út eins og klippt út úr teiknimynd. Kjötið ekki gott og bragðgæti skyndibitans ekki góð og að auki fannst mér fráleitt að flytja inn hráefnið í þá, þar sem hráefni hér var mjög gott. Nú geta skyndibitaaðdáendur kannski glaðst yfir betri bragðgæðum og íslensku hráefni sem er mun betra en Amerískt hormónakjöt. Lifið heil!
mbl.is McDonald's hættir - Metro tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Ómar Smárason

ussussuss, ekki láta svona.  Þetta er besti og traustasti skyndibiti sem völ er á.  Þú veist alltaf nákvæmlega hvað þú færð.  Ef brauðið var bragðlaust, þá geturðu allavega treyst því að það verður nákvæmlega eins næst, ef þér fannst bragðið af kjötinu ekki gott, þá geturðu samt treyst því að það verður nákvæmlega eins næst.  Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að illa upplagður starfsmaður klúðri borgaranum þínum, því það er einfaldlega ekki hægt.  Gæðin tryggð.  Alveg grínlaust, þá er McDonald´s að mínu mati lang besti skyndibiti sem völ er á.  McChicken máltíð og auka ostborgari = fullkomið.  Ég fæ bara vatn í munninn, samt er ég algjörlega óþunnur eftir helgina .... 

Hreinn Ómar Smárason, 26.10.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir það frábær frétt, furðulegt að vera flytja inn vörur sem við framleiðum sjálf, skapar meiri vinnu. Við viljum ekki atvinnuleysi sambærilegt og víða er í ESB.

Ragnar Gunnlaugsson, 26.10.2009 kl. 10:08

3 identicon

Innflutningur á hráefni á staðinn er ekki sökum þess að hráefnið hér séu ekki  nógu gott.  Þetta eru einfaldlega kröfur frá McDonalds höfuðstöðvum.  McDonalds framleiða nánast allar sínar vörur og flytja um allan heim til þess að þú getir treyst því að McDonalds í Ameríku sé sami McDonalds og í Kúala Lúmpúr.

Þetta eru hinsvegar ágætis fréttir fyrir íslenskan matvælaiðna.

Þetta ægti líka bara verið gott fyrir McDonalds neytendur þar sem kannski verður einhver næring í kjötinu og matnum frá Metro og maður getur kannski borðað þetta oftar.

Söknuðurinn kemur allavega ekki fyrr en eftir fyrstu smökkun.  Ef smökkunin verður jákvæð verður söknuðurinn lítill.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband