Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
22.9.2008 | 22:48
Haustblogg og bloggleti
Það er nú meira hvað ég hef verið löt að blogga. Haustið er komið og nóg að gera á mínum bæ. Kennslan komin á fullt og fjör færist í leikinn. Fréttir nýliðinna vikna hafa einkennst af titringi og skjálfta í fjármálaheiminum. Enda ekki nema von. Græðgismaskínur fjárfesta hafa yfirkeyrt sig og spilaborgin er hrunin. Hver á svo að borga brúsann af þessu öllu saman? Nema hvað!- ríkið og þar með við. Nýríku Nonnarnir hirða gróðann og skella svo í lás. Það á örugglega eftir að koma slatti af alls kyns skít upp á yfirborðið eftir þetta. Það er óhuggulegt hvernig gífurlegt fjármagn hefur komist í fárra hendur sem stjórna þessu. Nú stendur til að sameina BYR og Glitni. Þeir sem skiptu við BYR af því þeim hugnaðist bara alls ekki að skipta við Glitnis-risann, þeir eiga engra kosta völ lengur. Við vitum bara ekki lengur hvurs er hvað og hver á hvað og hvað er hvað! Það fýkur í mig að lesa svona fréttir. Kannski á maður bara að hætta að lesa svona fréttir og halda skapinu og geðheilsunni réttu megin við strikið, sem er auðvitað langtum betra. Nú erum við búin að sjá hvernig markaðshyggjan í sinni verstu mynd teymir lönd og strönd út í ystu mörk græðginnar. Hvernig endar heilbrigðiskerfið hjá okkur ef inn í það koma fjármálaspekúlantar sem krefjast hámarks ávöxtunar og gróða úr braskinu? Fylgist með bloggi "Leitandans" hér á síðunni minni. Hann þekkir vel þennan heim í henni USA og það er ekki fallegt hvernig staðan er það. Viljum við að okkar norræna velferðarkerfi endi í Amerískri hryllingsmynd? Ég bara spyr!
Meðal annars, ég ætlaði að setja hér inn mynd fyrir löngu af því hvað við gerðum við stóru steinana okkar í garðinum. Því miður á ég bara kvöldmynd (sem vonandi sést ágætlega). Sem sagt síðbúin sumarmynd.
Svona kom þetta út. "Búálfarnir blóma minna gæta, í beðinu hérna sunnan undir vegg" !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
-
arh
-
asthildurcesil
-
austurlandaegill
-
axelthor
-
baenamaer
-
baldurkr
-
baldvinj
-
barattan
-
bene
-
birnamjoll
-
bitill
-
bjarnihardar
-
bjorgarna
-
bokakaffid
-
brim
-
credo
-
doggpals
-
drifakristjans
-
dullari
-
ea
-
esv
-
fjola
-
fullvalda
-
gattin
-
gudnim
-
hafstein
-
hector
-
heg
-
heimssyn
-
hildurhelgas
-
hjolagarpur
-
hross
-
ingibjorgstefans
-
jensgud
-
jonaa
-
jonvalurjensson
-
juliusvalsson
-
kht
-
kjarninn
-
kokkurinn
-
konukind
-
krist
-
larahanna
-
leitandinn
-
logos
-
lucas
-
malacai
-
manzana
-
oddgeire
-
omarragnarsson
-
overmaster
-
palmig
-
photo
-
prakkarinn
-
rafng
-
ringarinn
-
saedis
-
siggagudna
-
slartibartfast
-
steinalind
-
steingerdur
-
thjodarheidur
-
thorha
-
torfusamtokin
-
toshiki
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vest1
-
vglilja
-
vilhelmina
-
zeriaph
-
thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 5926
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar