Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Lýðháskóli er málið!!!

Ég tel löngu orðið tímabært að stofna hér Lýðháskóla að norrænni fyrirmynd, sem væri opinn öllum ungmennum á norðurlöndunum. Sonur minn varð þess aðnjótandi að fara í slíkan skóla í Noregi, sem reyndist honum afar gott vegarnesti út í lífið. Núpur er vel sveit settur og Vestfirði hafa margt upp á að bjóða. Ég hvet menntamálaráðherra að skoða þann kost að koma á fót Lýðháskóla sem fyrst. Það eru mörg ungmenni hér á landi sem vildu gjarnan vilja eiga það val að komast í slíkan skóla. Þema skólans gæti verið fiskveiðar og verkun, útivist, tónlist, leiklist og fleira og fleira.

Vona ég að, að þessu verði.


mbl.is Sölu frestað á húseignum að Núpi í Dýrafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegur leikur-lenti sjálf í slíkum geisla á Suðurlandsvegi

Að beina leisergeisla í myrkri á farartæki eins og þarna gerðist er stórhættulegur leikur. Það hefur færst í aukana að leikið er sér að því að beina því út í myrkrið, jafnvel úr öðrum faratækjum.

Ég lenti í því fyrir fáeinum dögum á Suðurlandsvegi rétt ofan við Geitháls á leið heim úr vinnu í myrkri að grænum leisergeisla er beint í gegnum framrúðu á jeppa sem ók fyrir aftan mig, en geislinn lenti í baksýnisspeglinum hjá mér. Þetta var mjög truflandi og truflaði akstur. Viðkomandi lék sér að því að beina geislunum síðan í hliðarspegla bílsins. Síðan var geislanum beint út í móa, svo eftir akstursstefnu að bílum sem á móti komu. Síðan gaf bílstjórinn í og ók á ofsahraða fram úr mér og áfram upp Lögbergsbrekkuna. Ég held að þeir sem stunda þetta ættu að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir gera þetta og ef um börn eða unglinga er að ræða þá eiga foreldrar að stöðva slíkt strax og gera þeim grein fyrir hættunni sem af þessu getur hlotist.


mbl.is Geisli truflaði flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband