Hér þarf að breyta löggjöfinni!

Langtíma atvinnuleysi og félagsleg einangrun er með því versta sem til er.  Þeir erlendu ríkisborgarar sem lent hafa í atvinnuleysi hér lenda hvað verst í þessari einangrun vegna þeirrar lagagreinar sem kemur í veg fyrir að þeir fái íslenskan ríkisborgararétt hafi þeir fengið aðstoð frá hinu opinbera við framfærslu. Ástandið hér í atvinnumálum er eitthvað sem þeir geta ekki ráðið við og atvinnuleysið og lág framfærsla setu þá í miklu verri gildru en okkur íslendinga. Ég tel nauðsynlegt að fram fari endurskoðun á þessum lögum með tilliti til þeirra aðstæðan sem nú eru í þjóðfélaginu svo heimilt sé að gera undanþágu vegna þeirra.

Félagsleg einangrun eykur aðeins vandann og ófyrirséð er um afleiðingar þeirra til langframa. Við eigum að hætta að spara aurinn og kasta krónunni og meta langtímaáhrif eins og hægt er.


mbl.is Einangrast vegna atvinnuleysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega þarf að GERA eitthvað, en ríkisstjórninni okkar er fyrirmunað að sinna þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu.  Og ofan á allt annað eigum við svo að borga skuldir óreiðumanna sum sé Icesave.  Og festa börnin okka og barnabörn í þrældóm, þó þeim sé vel ljóst að okkur ber ekki lagaleg skylda til að borga þá kröfu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2011 kl. 12:42

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég er þér hjartanlega sammála, Ásthildur. Mér finnst þeir einnig gleyma að horfa til framtíðar. Hvaða áhrif þetta hefur til langframa. Við ættum að skoða betur þau áhrif sem langvarandi atvinnuleysi hafði á Finna í kreppunni þar og að hverju þarf að hyggja og hvað ætti að vera í forgangi. Manneskjan og fjölskyldurnar eiga að vera í forgangi, hvað sem öðru líður. Við eigum í lengstu lög að spyrna fótum við því að borga skuldir sem aðrir hafa stofnað. Almenningur tekur ekki við meiru.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.2.2011 kl. 13:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, forgangsröðunin er kolröng hjá þessari Norrænu velferðarstjórn því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband