Fjársjóðurinn mikli!

Okkar ósnortna náttúra er fjársjóður sem fer að verða sjaldséður. Þeir sem ferðast hafa um Evrópu meðal annars hljóta að hafa tekið eftir því að "landslagið" þar er fyrst og fremst skipulagðir akrar, bæir, borgir og tilbúnir skógarlundir. Þar er ekki hægt að setjast  niður í ósnortinni náttúrunni og njóta hreina loftsins og kyrrðarinnar.  Þetta eigum við hérna heima á Íslandi. Sú orka sem felst í okkar landslagi, hreina vatninu, tæra loftinu og ómengaðri náttúru er ótrúlega öflug fyrir mannssálina. Það vita þeir sem reynt hafa. Þetta er það sem ferðamenn sækjast í. Þeir sækja í óblíð náttúruöflin, andstæðurnar í landslaginu. Þetta verðum við að varðveita. Vinstri græn hafa verið að berjast fyrir því að landið okkar , þessi náttúruperla verði ekki stóriðjunni seld og skammtímagróðasjónarmiðum.  Skilum landinu og náttúru þess til komandi kynslóðar í betra ástandi en við tókum við því.
mbl.is Reykjavík og ósnortin náttúra laða menntað fólk til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 5693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband