Hágæða lindarvatn úr Ölfussbrunni

Þessi frétt var á vef www.sudurland.net   í gær.  Þarna kemur svo skýrt fram hversu mikla auðlind hraunið í Ölfusi hefur að geyma og hversu stór þessi náttúrulega lind er sem liggur undir Þorlákshöfn.  Þetta vatn hefur einn mesta hreinleika sem fundist hefur. Ég spyr hvort virkilega sé  það ætlun sveitastjórnar í Ölfusi að fórna þessum náttúruauðlindum fyrir álver og ekki bara eitt heldur tvö?  Ég vil benda fólki að lesa eftirfarandi fréttapistil  www.sudurland.net/frettir/nr/8028/ .  Við megum ekki undir neinum kringumstæðum fórna þessum auðlindum fyrir erlend stóriðjufyrirtæki eins og Alcoa/Alcan og fleiri slík sem þykjast vera að reyna að leita að hreinni orku en eru í raun einungis að leita að eins ódýrri orku eins og hægt er, hvar sem er í heiminum og hana hafa þeir fengið hér hingað til.  Við eigum að nýta okkur þessa orku sjálf og þá fyrir umhverfisvænni fyrirtækja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: namretaw

Ég sé ekki annað en sveitastjórnin í Ölfusi sé þegar búin að selja auðlindir sveitafélagsins til erlends stórfyrirtækis með samningi sínum við IWH þar sem fyrirtækið fær vatnsréttindi í sveitarfélaginu en borgar ekkert fyrir vatnið og nú á stórfyrirtækið Anheuser Bush 20% hluti í því fyrirtæki. Hver er munurinn? Auk þess mun þessi verksmiðja skapa mun færri störf en álver þar sem hún er að mestu sjálfvirk (sjá viðtal við Jón Ólafsson á stöð 2 í gær). Vildi bara koma þessu á framfæri.

Kveðja

namretaw, 19.7.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Salan á Hlíðarenda var kapítuli út af fyrir sig og miklar deilur spunnust vegna sölu á þeirri jörð. Fyrir það fyrsta var þetta svæði ætlað sem framtíðarútivistasvæði fyrir íbúa í Ölfusi. Að selja vatnsréttindin var gjörningur sem hefði aldrei átt að eiga sér stað, en því miður verður því ekki breytt hér eftir. Þetta er síðan til að bæta gráu ofan á svart og finnst mér það sem nú er að gerast toppa alla vitleysuna. Það skapast fjöldi starfa við vatnsverksmiðjuna, ný störf munu skapast vegna Einingaverksmiðjunnar sem er að flytja starfsemi sína til Þorlákshafnar. Þess má geta að atvinnuleysi hefur ekki verið til staðar í Þorlákshöfn.  Það er líka sérkennilegt að það sé alltaf hamrað á því að skapa sem flest störf. Hvað hefur þurft að fá  mikið af erlendu vinnuafli til að annað þeim störfum sem fyrir eru? Þá er ég ekki bara að horfa á byggingariðnaðinn eða framkvæmdir vegna uppbyggingar stóriðjufyrirtækja. Það hefur vantað fólk í flest þjónustustörf m.a.  veitingahús, verslanir, á elli og hjúkrunarheimilin og hvers konar framleiðslustörf. Í langan tíma höfum við ekki haft vinnuafl í þessi störf. Það má segja hins vegar að það vanti meiri fjölbreytni í atvinnutækifærum í Ölfusi.

Sigurlaug B. Gröndal, 19.7.2007 kl. 10:40

3 Smámynd: namretaw

Hver segir að samningum verði ekki breytt?  Íbúar sveitafélagsins hafa rétt  til að mótmæla og krefjast riftunar á þessum samningi og eins geta þeir látið andúð sína  í ljós í næstu kosningum. Hvers vegna hefur ekkert heyrst í íbúunum fram að þessu? Þú talar um aukningu og fjölbreyttni á störfum. Nú þegar vinna um 10 manns hjá vatnsátöppunarverksmiðjunni. Hve margir þeirra er með lögheimili í sveitarfélaginu og borga þanngað skatta og skildur? Við fluttning verksmiðjunnar að Hlíðarenda skapast eflaust einhver störf til viðbótar en hver borgar fyrir vegalagningu þangað upp eftir og hver borgar fyrir lagningu hitaveitu þangað upp eftir? Ekki verður það IWH nei það verður sveitarfélagið og íbúarnir. Eini sem græðir á þessu er Jón Ólafsson og bandaríski risinn Anheuser Bush.

Kveðja 

namretaw, 19.7.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 5855

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband