Djúpsteikt slátur og sviðakjammar !

Það er sem ég sagði á eldra bloggi, við eigum að markaðssetja okkar þjóðlega mat og einnig okkar hreina hráefni. Nú hljóma ég eins og stækur framsóknarmaðurSick  eða þannig! Skotarnir djúpsteikja sitt "haggis" og selja á öllum skyndibitastöðum. Það slátur "haggis" sem þeir eru með er miklu kryddaðra en okkar slátur. Við þurfum endilega að nýta okkur þetta og koma á markað. Skyndibitamenningin hér er líka hrikalega amerísk. Í Svíþjóð er hægt að fá "svensk kötbollar" hvar sem er. Í Hollandi var á sínum tíma hægt að kaupa síldarrétti í skyndibitavögnum ásamt mestselda skyndibita Hollendinga "krókettum". Það mætti setja íslenskt grænmeti í þær og osta í þær og jafnvel okkar yndislega fisk. Ég held líka að þeir mörgu sem búa einir eða komast ekki í heitan mat í hádegi fyndist tilbreyting að geta fengið eitthvað þessu líkt á næsta skyndibitastað. Það er til fleira en hamborgarar, franskar og pizzur.  Upp með íslenskt hráefni og uppskriftir!!!!
mbl.is Aukin áhersla á markaðssetningu norrænna matvæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mikið er ég sammála þessu!

Wilhelm Emilsson, 23.8.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já sem betur fer er að verða meiri áhugi á þessu - sjá t.d. http://www.holar.is/fr451.htm

Guðrún Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 09:18

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Alveg frábært framtak þarna fyrir norðan Guðrún. Svona á þetta að vera. Við eigum svo mikið af góðu hráefni. Séríslenskan mat sem vert er að kynna. Sjáið hvað skyrið hefur slegið í gegn allsstaðar!  Við eigum svo hreint og bragðmikið grænmeti. Ég kaupi eingöngu íslenskt grænmeti sé það til, hvað sem það kostar. Mér finnst það einfaldlega miklu betra. Við eigum ekki að vera eltast við amerískar vörur eða menningu. Við eigum að vera stolt af okkar menningu og arfleifð. Við höfum verið haldin minnimáttarkennd gagnvart okkur sjálfum og verið ginnkeypt fyrir öllu sem útlenskt er. Horfum aftur í tímann og þannig hefur það verið í áratuganna rás. Það er sem betur fer að breytast og nú er lag!

Sigurlaug B. Gröndal, 24.8.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, og pítsur með sviðasultu og súrsuðum hrútspungum hljóta ðað vera einstakt ljúfmeti. En ég er sammála hér mætti víðar bjóða upp á góðan íslenskan mat og minnumst þess að ekki finnst fljótlagaðri og betri matur en fiskur.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:14

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Pizza með saltkjöti og baunum, hef heyrt að það væri lostæti.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 20:57

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég ætlaði einu sinni að nota börnin til að sleppa við að elda með því að leyfa þeim að ráða hvað væri í matinn. (Letin allsráðandi og ég nennti ekki að elda) Hélt þau myndu heimta pizzu eða borgara, en nei, "hvítur fiskur og kartöflur" var það sem var efst á óskalistanum! (ýsa og kartöflur). Þannig að ég held að það sé mun auðveldara en við höldum að fá krakka til að borða hollan og góðan mat.... bara ef við nennum því! Óákveðinn

Björg Árnadóttir, 24.8.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband