15.10.2007 | 21:16
Ómar Ragnarsson og góðu ráðin hans í umferðinni......................
Hver man ekki eftir stuttu, hnitmiðuðu þáttunum hans Ómars Ragnarssonar, þar sem hann tók fyrir alls kyns öryggisatriði í umferðinni, alls konar ráðum til að spara eldsneyti, fara betur með bílana og þess háttar. Þessir þættir sitja í minningunni hjá mér og enn þann dag í dag man ég eftir ráðum hans þegar ég ek í umferðinni. Dæmi um slíkt er að eitt sinn var hann að kenna fólki sem væri að aka upp brattar brekkur á bílum sínum að skipta niður um gír áður en bíllinn fer að erfiða. Það sparar eldsneyti. Ómar minnti landann einnig á að þegar ökumaður er á ferð úti á landi á þetta 80-90 km hraða (gæti hafa verið minni þá) og viðkomandi ætlaði að beygja út af aðalvegi, þá þyrfti hann miklu fyrr að gefa stefnuljós þar sem hraðinn væri meiri og hemlunarvegalengd miklu meiri. Að aka í hringtorgi og fleira kom þarna með. Það veitti ekki af Ómar minn að koma með svona syrpu aftur eða að endurtaka eldri þætti. Slíkir þættir væru gott innskot milli dagskrárliða í sjónvarpi. Aldrei er góð vísa of oft kveðin ..........eða þannig. Takk fyrir þessa þætti Ómar minn, þó seint sé. Lifið heil.
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 5855
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo mikið til í þessu Silla mín, bara nokkuð margt annað sem þyrfti að KENNA fullorðnu fólki. Ekki er ég einungis að tala um umferðina, nefna mætti virðingu fyrir öðrum sem og að stundum þarf ekki annað en að líta í EIGIN barm. Til að sjá hvað allt er vitlaust sem maður er að þverskallast við að rökstyðja, með einhverju frekjufasi.
Eiríkur Harðarson, 16.10.2007 kl. 03:09
Mikið rétt Eiríkur minn. Það væri hægt að skrifa fleiri blaðsíður um það sem er farið hefur á verri veg hjá fólki í dag. Virðingarleysið fyrir allt og öllu finnst mér alvarlegast. Virðingin fyrir fólkinu sjálfu, eigum þess, tilfinningum, tíma þess og lífi. Almenn kurteisi hefur líka látið undan. Fólk er alltaf að hamast við að reyna að breyta öðrum, en við höfum bara yfir okkur sjálfum að ráða og við getum aðeins breytt okkur. Fólk þarf að byrja þar eins og þú segir lít í eigin barm. Takk fyrir gott komment , það er alltaf gaman að heyra þína skoðun, Eiríkur.
Sigurlaug B. Gröndal, 16.10.2007 kl. 09:24
Sammála bæði þessu með umferðarinnskotin hans Ómars og virðinguna. Hvort tveggja góð komment.
Björg Árnadóttir, 16.10.2007 kl. 09:37
Alveg sammála öllu sem að ofan fer. Það mætti alveg vera með sér þátt um skapferli fólks í umfærðinni og benda á hluti eins og að það skiptir ekki máli hve nálægt næsta bíl þú keyrir, þú kemst aldrei í gegnum hann, því best að halda sig bara í góðri hemlunarfjarlægð!.
Sigríður Ólafsdóttir, 16.10.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.