17.10.2007 | 14:30
Allt sama tóbakið!
Á leið minni frá vinnu í gær var ég að hlusta á Rás 2 eins og svo oft. Þar sem ég var nýbúin að kveikja á útvarpinu náði ég því miður ekki hver nafn viðmælanda var en verið var að ræða um bann við notkun á "snusi" eða þessu fínkornaða tóbaki sem Svíar "lifa á". Umræðan kom vegna fréttar á fréttavefnum www.sudurland.is sem sagði frá stöðvun á sölu á snusi í söluturni á Selfossi. Í þessu viðtali var farið yfir ástæðu bannsins sem kemur frá Evrópusambandinu til að sporna við notkun ungs fólks áþessum óþverra. Kom fram spurning hjá þáttarstjórnanda hver væri munurinn á snusinu og gamla íslenska neftóbakinu og því væri annað bannað en ekki hitt? Skýringin var að markmiðið með banninu væri að koma í veg fyrir nýja tegund vöru til notkunar á markaði sem ekki hafði áður haft slíkt til sölu. Íslenska neftóbakið væri gömul hefð og því væri ekki um nýjung að ræða!!!! Ég gat ekki annað en sett upp spurningarmerki. Bíðum við. Hér má selja og kaupa sígarettur, píputóbak, neftóbak (sem hefur verið notað til að setja í vörina meðal annar), vindla en ekki fínskorið tóbak eða snus því það væri svo hættulegt fyrir ungt fólk! Hver er munurinn! Tóbak er tóbak alveg í sama hvaða formi það er. Það er eins og að fara að banna sérstakar tegundir af víni eða bjór eða öðru áfengi frekar en aðrar af hættu við að ungt fólk ánetjaðist því frekar en öðru. Ef fólk ætlar yfir höfuð að nota tóbak þá gerir það það, burt séð frá því hvernig tóbak það er. Að mínu mati á annaðhvort að vera bannað að flytja inn eða nota hvers kyns tóbak, hvaða nafni sem það heitir eða að leyfa innflutning á öllu tóbaki. Furðuleg fyrirhyggja! Lifið heil.
Bloggvinir
- arh
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- axelthor
- baenamaer
- baldurkr
- baldvinj
- barattan
- bene
- birnamjoll
- bitill
- bjarnihardar
- bjorgarna
- bokakaffid
- brim
- credo
- doggpals
- drifakristjans
- dullari
- ea
- esv
- fjola
- fullvalda
- gattin
- gudnim
- hafstein
- hector
- heg
- heimssyn
- hildurhelgas
- hjolagarpur
- hross
- ingibjorgstefans
- jensgud
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kht
- kjarninn
- kokkurinn
- konukind
- krist
- larahanna
- leitandinn
- logos
- lucas
- malacai
- manzana
- oddgeire
- omarragnarsson
- overmaster
- palmig
- photo
- prakkarinn
- rafng
- ringarinn
- saedis
- siggagudna
- slartibartfast
- steinalind
- steingerdur
- thjodarheidur
- thorha
- torfusamtokin
- toshiki
- valgerdurhalldorsdottir
- vest1
- vglilja
- vilhelmina
- zeriaph
- thorhallurheimisson
Eldri færslur
- Apríl 2014
- September 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Apríl 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, hvað ég er sammála þér núna! Af hverju var t.d. ekki bönnuð sala á tilbúnu áfengisblöndunum (Breeser) með sömu rökum? Ég held að nærri önnur hver ung kona (eða jafnvel meira) svolgri þessu í sig og ég hef heyrt á þeim að einhvern vegin í ósköpunum hafa þær komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé eitthvað minna áfengi en annað áfengi.....
Ef það að koma í veg fyrir nýja tegund á markaði er ástæða til að banna eitthvað, þá gleymdu þeir sér illilega bannararnir þegar bríserinn kom á markað.
Björg Árnadóttir, 17.10.2007 kl. 21:23
Sammála mín kæra!
Valgerður Halldórsdóttir, 17.10.2007 kl. 21:29
Sammála. Það er skelfilegt hvað tóbak gerir þegar það er tekið í vör eða nef. Það eyðileggur alla slímhúð. Nefið fer að leka stöðugt og gómar munntóbaksneytandans rýrna og tennurnar rotna neðan frá. Þetta er fyrir utan hættuna á að fá krabbamein.
Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.