Vetur konungur minnir á sig.

Fyrsti vetrardagur var á laugardaginn. Veturkonungur minnti á sig á föstudagsmorguninn með tilheyrandi frosti og hélu austan heiða. Margir settu vetrardekk undir á laugardaginn vegna hálku og snjóa. Það er óneitanlega bjartara og fallegra veður en hefur verið í rigningasuddanum undanfarið.  Birtan og snjórinn eykur á gleði fólks og er meira í takt við þær jólaútstillingar sem komnar eru í sumar verslanir, þó að mínu mati séu þær alltof snemma á ferðinni. Mér finnst passlegt að koma með þetta um miðjan nóvember, annað er alltof mikil sölumennska. Vona ég nú að snjórinn haldist og að við fáum fallega daga með froststillum og vetrarsól.  Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég dáðist einmitt að landslaginu á leiðinni uppí Lambafell á föstudag. Svart hraunið og glitti í grænan mosa undir hvítri snjóbreiðunni sem var komin yfir allt. Bjart og fallegt yfir öllu í staðinn fyrir endalausa þokuna sem hefur verið þarna uppfrá undanfarnar vikur. Nú er bara að vona að þetta haldist og að fólk hemji aksturslagið svo ekki verði fleiri slys. 

Björg Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband