Vitið þið hvað þetta kostar?

Það er ótrúlegt hvað peningarnir geta "lekið" í eitthvað óskilgreint.  Margir eru oft blankir en vita kannski ekki alveg hvert peningarnir fóru.  Fólk hefur oft fastar venjur í að kaupa sér eitthvað hvern dag í kaffinu í vinnunni eða á leið heim úr vinnu. Fyrir mjög mörgum árum síðan  áskotnaðist mér listi úr einhverju blaði, þar sem talið var upp hvað regluleg kaup á smávægilegum neysluvörum kostaði á ársgrundvelli. Mínir krakkar voru að á unglingsárunum þá og kom þeim þetta verulega á óvart. Þessi listi er auðvitað löngu glataður en ég tók að gamni mínu saman fáeina liði sem algengt er að keyptir séu og reiknaði út árseyðsluna.  Ef við gerum ráð fyrir því að manneskja reyki 1 pk. af sígarettum á dag og pakkinn kostar kr. 610,- þá kostar það viðkomandi nákvæmlega kr. 219.600,- á ári. Til að eiga eftir þessa upphæð fyrir skatt þarfu að vinna fyrir töluvert hærri upphæð en þetta.  Sá sem kaupir eina 1/2 lítra flösku af kók  á kr. 120,- og 1 súkkulaði stykki á kr. 85,-  5 daga vikunnar út árið, kostar það kr. 53.259,-.  Ef svo einhver kaupir sér alltaf í hádeginu eina pylsu með öllu og  1/2 lítar af kók alla 5 virka daga ársins (t.d. í matarhléi) þá er hann að borga fyrir það kr. 93.600,- ! Sá sem kaupir 1 sígarettupakka og 1/2 kókflösku á dag alla daga ársins, greiðir fyrir það krónur 262.800,-! Þannig að ef einhver er í vafa hvert peningarnir fóru, skoði svona "smáútgjöld" hjá sér. Kannski verður hægt að koma í veg fyrir "lekann".  Lifið heil!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Góð ábending, það safnast saman þetta smáa hjá manni.

Ragnheiður , 9.11.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég hef stundum horft á það sem hefur komið uppúr innkaupapokanum mínum eða litið á strimilinn og athugað hvað stórt hlutfall af heildargreiðslunni var eitthvað sem getur fallið undir liðinn "óþarfi". Það er yfirleitt alveg lygilega hátt hlutfall. Svo, eins og þú sagðir, skilur maður ekkert hvert peningarnir fóru!!

Björg Árnadóttir, 10.11.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband