Hrikalegt myrkur - lýsing í umhverfismati!

Undanfarnar vikur og mánuði hefur veðráttan verið nánast alfarið rigningarsuddi. Í slíkum aðstæðum verður myrkrið og þokan algjör á veginum í Þrengslunum. Vilji menn kynnast því að aka í þokusudda og rigningu og í algjöru myrki, þá ættu þeir hinir sömu að aka Þrengslin. Að auki er þessi vegur mjög slitinn, engar vegaxlir eða öryggissvæði. GSM samband er mjög tregt og ekkert á köflum.  Orkuveitan í samvinnu við Ölfus  ætlaði að lýsa Þrengslin og átti þeirri framkvæmd að vera lokið í desember á síðasta ári en ekkert bólar að lýsingu. Einhver Garðbæingur krafðist þess að lýsingin færi í umhverfismat! Ég spyr - er ekki hér um hreint öryggisatriði að ræða? Þarna fer mikil umferð bíla alla daga við varhugaverðar aðstæður.  Útafkeyrslur eru ekki óalgengar í hálku og snjó vegna þrengsla á veginum og myrkurs.  Því þarf lýsing sem þessi, sem ég tel vera hreint öryggisatriði að fara í umhverfismat?  Ég minnist þess ekki að lýsingin á Reykjanesbrautinni hafi þurft að fara í umhverfimat í sínum tíma. Hennar var krafist vegna öryggisins. Hver er munurinn? Vill einhver vera svo vænn að svara því?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband