Meistaraverk dagsins!

Tja, hvað haldið þið! Við mæðginin, ég og frumburðurinn gölluðum okkur í suðvestan strekkingi og slyddu og ætluðum með hundspottið okkar hana Tinnu í fyrsta skipti niður í Skötubót til að leyfa henni að hlaupa í fjörunni og kynnast sjónum.  Við ókum sem leið lá niður við Gámastöð og ókum með varnargarðinum þar eins langt og við komumst. Þar klöngruðumst við í klaka og snjó niður í fjöru. Sjórinn úti fyrir var stórbrotinn að sjá, ólgandi aldan há og tignaleg. Við slepptum Tinnu og leyfðum henni að hlaupa um eins og henni einni er lagið. Hún hafði aldrei hlaupið í fjöru og því var svo margt að þefa af og skoða. Svo virtist sem það væri að fjara. Við gengum áfram og ákváðum að labba með henni nær sjávarborðinu og leyfa henni að dífa "pótonum" sínum í saltan sjó. Nema hvað, Tinna tekur á sprett upp í fjöru, inn kemur stór alda og við tökum sprettinn. Ekki náðum við í tæka tíð og allt í einu stóðum við með sjóinn upp á mið læri í ísköldu öldurótinu sem var svart nánst af sandi. Við gátum ekki annað en horft á hvort annað og skellihlegið. Ísköld og hundblaut svo bullaði í gönguskónum, röltum við að bílnum aftur. Það var nefninlega ekki að fjara heldur flæða að og mundum ekkert eftir því að ca. 5 hver alda er stór og mikil og getur hrifið jafnvel fólk með sér.  Þarna hafði Tinna vitið fram yfir okkur! Heit sturta, þvottur á skóm og fatnaði var það fyrsta sem gert var þegar heim var komið. Því næst var Tinna böðuð, enda lyktin af henni eins og af saltfiski, fyrir utan allan sandinn sem hún bar með sér í feldinum. Það verður bið þangað til við förum í fjöruferð með hundinn!Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Oj þetta hefur verið kalt !

Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þetta verður fjöruferð sem þið munið alltaf muna eftir. Gott samt að þið misstuð ekki fótana! Mér finnst fátt dásamlegra að horfa á en mikilfenglegt brim! Sé þetta alveg fyrir mér.

Björg Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Freyja elskar fjörur og við förum oft að hlaupa í sandinum við Stokkseyri, í Hvalfirði og úti á Álftanesi. En þið voruð heppin. Svona alda hreif með sér konu í Reynisfjöru og þetta er hættuspil. Guði sé lof að þið urðuð bara blaut.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.2.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fór í gærmorgun í fjöruna með Perlu og Gutta sem er hér í pössun þessa dagana. Það er skemmst frá að segja að þau djöfluðust þar hátt í tvo tíma. Löbbuðum talsvert N fyrir golfvöll og þar uppá kambinn og Golfvöllinn til baka. Fínn túr, það var ansi mikið brim og þurfti einu sinni að forða mér uppí sandbakkann. Tapaði reyndar rauðu ólinni hennar Perlu, var með myndavélina og hef lagt frá mér ólinavið að mynda, gaf mér ekki tíma til að fara aftur, kominn tími á að galla sig fyrir jarðaförina.

Aftur í morgun svipaðan túr m.a. vegna þess að ég ætlaði að finna ólina en það hefur einhver mótohjólakappinn orðið á undan mér, vonandi að hún komi að notum hvar sem hún er núna. Frábær helgi í fjörunni, sem er ótrúleg náttúruperla, þarf að hreinsa hana af helvítis torfæruhjólunum þá er þetta flott.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.2.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 5855

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband